Innlent

Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erlendur ferðamaður hætt kominn í fjörunni í Reynisfjöru í dag.
Erlendur ferðamaður hætt kominn í fjörunni í Reynisfjöru í dag. Vísir/RAX

Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn.

Ragnar Axelsson, RAX ljósmyndari, náði meðfylgjandi myndum í fjörunni seinni part dags. Hann lýsir svakalegu roki í Reynisfjöru með tilheyrandi brimi. Hann hefur komið nokkrum sinnum í fjöruna en aldrei séð ölduna ná eins langt upp á land og í dag.

Einn ferðamaðurinn setti upp skíðagleraugu vegna veðursins í Reynisfjöru í dag.Vísir/RAX

Nokkur fjöldi af ferðamönnum var á svæðinu en svo virtist sem enginn væri að vara fólk við veðrinu. Í Dyrhólaey hafi vörður frá Umhverfisstofnun staðið vaktina og vísað fólki til baka vegna vindsins.

Ferðamennirnir þurftu að hafa sig alla við til að standa í lappirnar í ölduganginum. Vísir/RAX

Tengdar fréttir

Óð út í Reynis­fjöru með göngu­grind

Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×