Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 13:53 Víðir segir langt í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira