Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2023 21:01 Frá vettvangi á Ólafsfirði í byrjun október síðasta árs. Vísir Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. Þess er krafist fyrir hönd Steinþórs að hann verði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum verði ekki gerð refsing verði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa er byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá efni greinargerðarinnar. Henti sólgleraugum í höfuðið á Tómasi Í greinargerðinni er atvikum lýst með þeim hætti að Tómas hafi komið að heimili Steinþórs á Ólafsfirði aðfararnótt 3. október árið 2022, í þeim tilgangi að sækja konuna sína, en hún hefði dvalið hjá Steinþóri eftir rifrildi hjónanna. Tómas hafi komið pollrólegur inn og reynt að fá konuna heim til þeirra með sér, en hún þá sagt að hún væri heima hjá sér og ætlaði ekki með honum. Fljótlega upp úr því hafi Steinþór að þreytast á Tómasi og sagt við hann að konan hefði þegar svarað honum og að hann skyldi hypja sig heim til sín. Fljótlega upp úr því hafi Steinþór og Tómas farið að rífast, Tómas hafið að hreyta leiðindum í Steinþór; reynt að reita hann til reiði, sem honum hafi tekist á endanum. Stunginn í andlit og læri „Ákærði henti í áttina til hins látna Tómasar Waagfjörð sólgleraugum sem hann hafði á höfðinu, sem greinilega varð til þess til að hinn látni Tómas Waagfjörð gekk í átt til ákærða mjög hratt, dró upp hníf sem ákærði hafði ekki tekið eftir. Ákærði hafði ekki staðið upp þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Ákærði hrinti hinum látna út í horn eldhússins. Þá stakk hinn látni ákærða í lærið, og öskraði ákærði hvort hinn látni Tómas Waagfjörð hafi verið að stinga hann og ýtti aftur hendi hans frá sér til hins látna og féll um leið á hann,“ segir í greinargerðinni. Því næst hafi Steinþór náð að snúa baki við Tómasi, krækja hægri hendi hans undir hægri handakrika og grípa utan um hnífsblaðið með hægri hendi þangað til Tómas missti mátt og féll niður, en þá um leið hafi Steinþór fallið fram fyrir sig, lagt hnífinn frá sér í nærliggjandi blómapott og skriðið inn á baðherbergi. Endajaxl klofnaði Ljóst sé að hinn látni Tómas Waagfjörð hafi ráðist á Steinþór vopnaður hnífi. Í átökunum hafi Steinþór hlotið stunguáverka í andlit en Tómas hafi stungið í gegnum kinn Steinþórs, og við þá stungu hafi endajaxl hans klofnað. Þá hafi hann einnig hlotið stunguáverka á læri og varnaráverka á höndum. Hin látni hafi verið með tvo áverka á vinstri síðu. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Dómsmál Tengdar fréttir Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Þess er krafist fyrir hönd Steinþórs að hann verði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum verði ekki gerð refsing verði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa er byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá efni greinargerðarinnar. Henti sólgleraugum í höfuðið á Tómasi Í greinargerðinni er atvikum lýst með þeim hætti að Tómas hafi komið að heimili Steinþórs á Ólafsfirði aðfararnótt 3. október árið 2022, í þeim tilgangi að sækja konuna sína, en hún hefði dvalið hjá Steinþóri eftir rifrildi hjónanna. Tómas hafi komið pollrólegur inn og reynt að fá konuna heim til þeirra með sér, en hún þá sagt að hún væri heima hjá sér og ætlaði ekki með honum. Fljótlega upp úr því hafi Steinþór að þreytast á Tómasi og sagt við hann að konan hefði þegar svarað honum og að hann skyldi hypja sig heim til sín. Fljótlega upp úr því hafi Steinþór og Tómas farið að rífast, Tómas hafið að hreyta leiðindum í Steinþór; reynt að reita hann til reiði, sem honum hafi tekist á endanum. Stunginn í andlit og læri „Ákærði henti í áttina til hins látna Tómasar Waagfjörð sólgleraugum sem hann hafði á höfðinu, sem greinilega varð til þess til að hinn látni Tómas Waagfjörð gekk í átt til ákærða mjög hratt, dró upp hníf sem ákærði hafði ekki tekið eftir. Ákærði hafði ekki staðið upp þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Ákærði hrinti hinum látna út í horn eldhússins. Þá stakk hinn látni ákærða í lærið, og öskraði ákærði hvort hinn látni Tómas Waagfjörð hafi verið að stinga hann og ýtti aftur hendi hans frá sér til hins látna og féll um leið á hann,“ segir í greinargerðinni. Því næst hafi Steinþór náð að snúa baki við Tómasi, krækja hægri hendi hans undir hægri handakrika og grípa utan um hnífsblaðið með hægri hendi þangað til Tómas missti mátt og féll niður, en þá um leið hafi Steinþór fallið fram fyrir sig, lagt hnífinn frá sér í nærliggjandi blómapott og skriðið inn á baðherbergi. Endajaxl klofnaði Ljóst sé að hinn látni Tómas Waagfjörð hafi ráðist á Steinþór vopnaður hnífi. Í átökunum hafi Steinþór hlotið stunguáverka í andlit en Tómas hafi stungið í gegnum kinn Steinþórs, og við þá stungu hafi endajaxl hans klofnað. Þá hafi hann einnig hlotið stunguáverka á læri og varnaráverka á höndum. Hin látni hafi verið með tvo áverka á vinstri síðu.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Dómsmál Tengdar fréttir Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16
Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18