Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 11:47 Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið. Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgunsárið. Lánamál íbúa og fyrirtækja Grindavíkur voru þar aðalumræðuefnið, að sögn Teits Björns Einarssonar, formanns nefndarinnar. Fram hafi komið að bankarnir séu í samskiptum við stjórnvöld og tryggingarfélög. „Það sem Grindvíkingum hefur verið boðið til þessa mætti líta á sem fyrstu aðgerðir, það er að að segja að koma fólki í greiðsluskjól eða greiðsluhlé næstu mánuði. En það mátti heyra mjög skýran vilja allra þessara banka og fjármálafyrirtækja að augljóslega eftir að málum vindur fram þurfi meira að koma til,“ segir Teitur. Úrræði bætist við fyrr en seinna Ekki sé hægt að slá því föstu á þessum tímapunkti hvað það verði nákvæmlega. En ýmislegt hafi komið til umræðu á fundinum. „Atriði eins og niðurfelling á skuldum og vöxtum og frekari frystingar eða hlé eru allt atriði sem ég hef þann skilning, eða skil málið þannig, að séu í skoðun.“ Óvissa sé þó enn nánast algjör og engar nákvæmar tímasetningar liggi fyrir. „Þá fáum við þær upplýsingar að næstu þrjá til sex mánuði standa þessi úrræði íbúum til boða og væntanlega munu fljótlega, fyrr en seinna, fleiri úrræði bætast við eða staðan að öðru leyti skýrast.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur boðuðu í morgun til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg í miðborginni klukkan tvö á fimmtudag. Þeir vilja með því þrýsta á banka og lífeyrissjóði að koma betur til móts við Grindvíkinga - og krefjast þess að lágmarki að vextir og verðbætur verði felldar niður tímabundið.
Efnahagsmál Alþingi Grindavík Eldgos og jarðhræringar Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50 Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Boða til samstöðufundar fyrir Grindvíkinga við Landsbankann Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR boða til samstöðufundar við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á fimmtudag. Krafa er um að bankar komi betur til móts við Grindvíkinga sem eru í erfiðri stöðu og þurfi að finna sér nýtt húsnæði með tilheyrandi kostnaði. 21. nóvember 2023 10:50
Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. 20. nóvember 2023 19:51
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. 19. nóvember 2023 13:37