Pistorius fær annan séns vegna mistaka Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 10:41 Oscar Pistorius í júní 2014. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan þá en á nú séns á því að komast úr fangelsi. AP/Alon Skuy Oscar Pistorius fær annað tækifæri til að sleppa snemma úr fangelsi á föstudaginn þegar fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku taka fyrir aðra umsókn fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafans. Honum var hafnað um reynslulausn í mars en önnur umsókn er til íhugunar í þessari viku. Höfnunin mars byggði á því að hann hafði ekki afplánað nóg af dómi sínum til að eiga rétt á reynslulausn. Var honum tjáð að hann gæti fyrst sótt um í ágúst 2024. Meira en tíu ár eru liðin frá því Pistoius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana í febrúar 2013. Hann skaut hana í gegnum hurð að baðherbergi þeirra og hefur haldið því fram að hann hafi talið að innbrotsþjófur hefði verið þar inni um miðja nótt. Hann og Steenkamp höfðu verið að rífast. Pistorius hefur setið í fangelsi frá árinu 2014, þegar hann var fyrst dæmdur og það fyrir manndráp. Dómurinn var þó síðar þyngdur og Pistorius dæmdur til þrettán ára og fimm mánaða fangelsis fyrir morð. Það var árið 2017, eftir nokkrar áfrýjanir saksóknara, að Hæstiréttur Suður-Afríku komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius ætti að sitja inni í fimmtán ár, sem er lágmarksrefsing fyrir morð í Suður-Afríku. Sá dómur var styttur vegna þess að hann hafði þegar setið inni um tíma. Hæstiréttur gerði mistök Í Suður-Afríku geta fangar, sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot eins og morð, sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst helming af dómi þeirra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gerði Hæstiréttur mistök þegar refsing Pistorius var þyngd og taldi ekki stóran hluta af afplánun hans. Hann átti því rétt á því að sækja um reynslulausn í mars og var honum því leyft að leggja fram aðra umsókn, sem er til skoðunar núna. Ákvörðun fangelsisyfirvalda á að opinbera á föstudaginn. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn í mars og sagðist hún ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. Við ákvörðun fangelsisyfirvalda er hegðun Pistorius í fangelsi tekin til skoðunar, auk þess sem mat er lagt á geðheilsu hans og líkur á því að hann brjóti af sér aftur. Fái hann reynslulausn gæti hann fengið fulla lausn eða reynslulausnin gæti falið í sér að hann fái að fara út á daginn en þurfi að snúa aftur í fangelsi á kvöldin. Pistorius verður 37 ára á morgun (miðvikudag). Á árum áður var hann frægur íþróttamaður þrátt fyrir að hafa verið með fæðingargalla sem leiddi til þess að taka þurfti fæturna fyrir neðan hné af honum í æsku. Hann lagði þó stund á frjálsar íþróttir og náði miklum árangri á hlaupabrautinni, með stoðtækjum frá Össuri. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því hann hóf afplánun sína. Suður-Afríka Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt. 30. mars 2023 11:18 Oscar Pistorius vill fá reynslulausn Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius ætlar að reyna að fá að komast úr fangelsi á reynslulausn. Pistorius skaut kærustu sína, Reeva Steenkamp, til bana árið 2013 en hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir morðið. 31. ágúst 2022 17:22 „Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01 Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Höfnunin mars byggði á því að hann hafði ekki afplánað nóg af dómi sínum til að eiga rétt á reynslulausn. Var honum tjáð að hann gæti fyrst sótt um í ágúst 2024. Meira en tíu ár eru liðin frá því Pistoius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana í febrúar 2013. Hann skaut hana í gegnum hurð að baðherbergi þeirra og hefur haldið því fram að hann hafi talið að innbrotsþjófur hefði verið þar inni um miðja nótt. Hann og Steenkamp höfðu verið að rífast. Pistorius hefur setið í fangelsi frá árinu 2014, þegar hann var fyrst dæmdur og það fyrir manndráp. Dómurinn var þó síðar þyngdur og Pistorius dæmdur til þrettán ára og fimm mánaða fangelsis fyrir morð. Það var árið 2017, eftir nokkrar áfrýjanir saksóknara, að Hæstiréttur Suður-Afríku komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius ætti að sitja inni í fimmtán ár, sem er lágmarksrefsing fyrir morð í Suður-Afríku. Sá dómur var styttur vegna þess að hann hafði þegar setið inni um tíma. Hæstiréttur gerði mistök Í Suður-Afríku geta fangar, sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot eins og morð, sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst helming af dómi þeirra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gerði Hæstiréttur mistök þegar refsing Pistorius var þyngd og taldi ekki stóran hluta af afplánun hans. Hann átti því rétt á því að sækja um reynslulausn í mars og var honum því leyft að leggja fram aðra umsókn, sem er til skoðunar núna. Ákvörðun fangelsisyfirvalda á að opinbera á föstudaginn. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn í mars og sagðist hún ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. Við ákvörðun fangelsisyfirvalda er hegðun Pistorius í fangelsi tekin til skoðunar, auk þess sem mat er lagt á geðheilsu hans og líkur á því að hann brjóti af sér aftur. Fái hann reynslulausn gæti hann fengið fulla lausn eða reynslulausnin gæti falið í sér að hann fái að fara út á daginn en þurfi að snúa aftur í fangelsi á kvöldin. Pistorius verður 37 ára á morgun (miðvikudag). Á árum áður var hann frægur íþróttamaður þrátt fyrir að hafa verið með fæðingargalla sem leiddi til þess að taka þurfti fæturna fyrir neðan hné af honum í æsku. Hann lagði þó stund á frjálsar íþróttir og náði miklum árangri á hlaupabrautinni, með stoðtækjum frá Össuri. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því hann hóf afplánun sína.
Suður-Afríka Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt. 30. mars 2023 11:18 Oscar Pistorius vill fá reynslulausn Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius ætlar að reyna að fá að komast úr fangelsi á reynslulausn. Pistorius skaut kærustu sína, Reeva Steenkamp, til bana árið 2013 en hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir morðið. 31. ágúst 2022 17:22 „Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01 Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt. 30. mars 2023 11:18
Oscar Pistorius vill fá reynslulausn Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius ætlar að reyna að fá að komast úr fangelsi á reynslulausn. Pistorius skaut kærustu sína, Reeva Steenkamp, til bana árið 2013 en hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir morðið. 31. ágúst 2022 17:22
„Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01