Forsetahjónin í opinberri heimsókn til Reykjavíkur á fimmtudag Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2023 08:37 Eliza og Guðni munu verja fimmtudeginum í Reykjavík í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Þétt dagskrá verður í boði borgarinnar þegar forsetahjónin heimsækja höfuðborgina á fimmtudaginn. Borgarstjórahjónin munu leið þau í gegnum borgina á hina ýmsu viðburði og fjölbreyttar heimsóknir. Borgarbúum gefst kostur á að hitta þau á Kjarvalsstöðum. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur á fimmtudaginn, 23. nóvember. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, muni á móti forsetahjónunum í Ráðhúsi Reykjavíkur og fylgja þeim vítt og breitt um borgina. Heimsókn forsetahjónanna verður sérstaklega fagnað með opnum viðburði á Kjarvalsstöðum klukkan 17 þar sem boðið verður upp á skemmtilega dagskrá. Fram kemur í tilkynningunni að forsetahjónin muni kynna sér starfsemi borgarinnar með sérstaka áherslu á framþróun Reykjavíkurborgar og nýja samfélagsgerð. Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar mun taka á móti þeim ásamt borgarstjórahjónunum og hefja þau daginn á að heilsa upp á starfsfólk borgarinnar sem og starfsfólk Grindavíkurbæjar sem er með aðstöðu í Ráðhúsinu um þessar mundir. Þétt dagskrá verður fyrir þau allan daginn. Munu þau meðal annars heimsækja íslenskuver í Breiðholtsskóla, hitta börnin í fjölmenningarlega leikskólanum Ösp, funda með unglingum í Breiðholti, kynna sér félagsstarf ungra foreldra og eldri borgara og heimsækja Smiðjuna, sem er virknimiðstöð fyrir fatlað fólk í Grafarvogi. Þá verður samfélagshúsið í Úlfarsárdal sótt heim en það tengir saman Dalsskóla, Borgarbókasafnið, íþróttahús Fram og Dalslaug, nýjustu sundlaug Reykvíkinga. Opið hús á Kjarvalsstöðum Þá munu borgarstjórahjónin einnig fylgja gestum sínum um kvikmyndaþorpið í Gufunesi og í Elliðaárdal þar sem starfsemi Orkuveitunnar hefur öðlast nýtt líf á þessum sögulega og fallega stað. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í Höfða en fyrst verður borgarbúum og öðrum gestum boðið að hitta forsetahjónin á Kjarvalsstöðum, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Forseti Íslands Reykjavík Grindavík Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Myndaveisla: Frægir rithöfundar heiðruðu Gaiman Breska sendiráðið hélt móttöku til heiðurs breska rithöfundarins Neil Gaiman. Margt var um manninn og létu ýmis þekkt andlit sjá sig en hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni. 20. nóvember 2023 20:00 Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. 15. september 2023 10:57 Forsetahjónin á leið í krýningarafmæli Karls Gústafs konungs Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda á morgun til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem þau munu taka þátt í hátíðahöldum í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs. 13. september 2023 11:17 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur á fimmtudaginn, 23. nóvember. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, muni á móti forsetahjónunum í Ráðhúsi Reykjavíkur og fylgja þeim vítt og breitt um borgina. Heimsókn forsetahjónanna verður sérstaklega fagnað með opnum viðburði á Kjarvalsstöðum klukkan 17 þar sem boðið verður upp á skemmtilega dagskrá. Fram kemur í tilkynningunni að forsetahjónin muni kynna sér starfsemi borgarinnar með sérstaka áherslu á framþróun Reykjavíkurborgar og nýja samfélagsgerð. Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar mun taka á móti þeim ásamt borgarstjórahjónunum og hefja þau daginn á að heilsa upp á starfsfólk borgarinnar sem og starfsfólk Grindavíkurbæjar sem er með aðstöðu í Ráðhúsinu um þessar mundir. Þétt dagskrá verður fyrir þau allan daginn. Munu þau meðal annars heimsækja íslenskuver í Breiðholtsskóla, hitta börnin í fjölmenningarlega leikskólanum Ösp, funda með unglingum í Breiðholti, kynna sér félagsstarf ungra foreldra og eldri borgara og heimsækja Smiðjuna, sem er virknimiðstöð fyrir fatlað fólk í Grafarvogi. Þá verður samfélagshúsið í Úlfarsárdal sótt heim en það tengir saman Dalsskóla, Borgarbókasafnið, íþróttahús Fram og Dalslaug, nýjustu sundlaug Reykvíkinga. Opið hús á Kjarvalsstöðum Þá munu borgarstjórahjónin einnig fylgja gestum sínum um kvikmyndaþorpið í Gufunesi og í Elliðaárdal þar sem starfsemi Orkuveitunnar hefur öðlast nýtt líf á þessum sögulega og fallega stað. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í Höfða en fyrst verður borgarbúum og öðrum gestum boðið að hitta forsetahjónin á Kjarvalsstöðum, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna.
Forseti Íslands Reykjavík Grindavík Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Myndaveisla: Frægir rithöfundar heiðruðu Gaiman Breska sendiráðið hélt móttöku til heiðurs breska rithöfundarins Neil Gaiman. Margt var um manninn og létu ýmis þekkt andlit sjá sig en hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni. 20. nóvember 2023 20:00 Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. 15. september 2023 10:57 Forsetahjónin á leið í krýningarafmæli Karls Gústafs konungs Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda á morgun til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem þau munu taka þátt í hátíðahöldum í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs. 13. september 2023 11:17 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Myndaveisla: Frægir rithöfundar heiðruðu Gaiman Breska sendiráðið hélt móttöku til heiðurs breska rithöfundarins Neil Gaiman. Margt var um manninn og létu ýmis þekkt andlit sjá sig en hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni. 20. nóvember 2023 20:00
Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. 15. september 2023 10:57
Forsetahjónin á leið í krýningarafmæli Karls Gústafs konungs Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda á morgun til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem þau munu taka þátt í hátíðahöldum í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs. 13. september 2023 11:17