Fótbolti

Aron Einar ekki með gegn Portúgal í kvöld

Smári Jökull Jónsson skrifar
Aron Einar á æfingu með íslenska landsliðinu.
Aron Einar á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Aron Einar Gunnarsson er ekki í leikmannahópi Íslands sem tilkynntur var fyrir leikinn gegn Portúgal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Aron Einar tók þátt í æfingu Íslands í gær en fyrstu mínútur hennar voru opnar fjölmiðlum. Hann kom inn sem varamaður í leiknum gegn Slóveníu. Á blaðamannafundi Íslands í gær sagði Åge Hareide landsliðsþjálfari að leikmenn í hópnum væru að glíma við smávægileg meiðsli.

Andri Fannar Baldursson og Daníel Leó Grétarsson voru kallaðir inn í íslenska hópinn eftir leikinn gegn Slóveníu og eru þeir báðir í hópnum í kvöld en hann má sjá á heimasíðu UEFA. Þeir koma inn í stað Arons Einars og Hákons Arnars Haraldssonar sem þurfti að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla.

Leikur Íslands og Portúgal hefst klukkan 19:45 í Lissabon í kvöld og verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×