Innlent

Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir er­lenda fjöl­miðla vegna jarð­hræringa

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Erlent fjölmiðlafólk hefur flykkst til landsins síðustu daga vegna atburðanna í Grindavík. 
Erlent fjölmiðlafólk hefur flykkst til landsins síðustu daga vegna atburðanna í Grindavík.  Vísir/Vilhelm

Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum.

Í fréttatilkynningu frá Ferðamálastofu segir að með miðstöðinni sé verið að bregðast við miklum áhuga erlendra fjölmiðla á að fjalla um atburðarásina, skapa vinnuaðstöðu og tryggja gott upplýsingaflæði. 

Miðstöðin sé fyrst og fremst ætluð erlendu fjölmiðlafólki en innlent fjölmiðlafólk sé einnig velkomið.

Ferðamálastofa í samvinnu við Íslandsstofu, SafeTravel og Almannavarnir mun sjá um rekstur og umsjón miðstöðvarinnar.

Þá segir að í miðstöðinni verði vinnuaðstaða fyrir fjölmiðlafólk og viðvera starfsfólks frá Ferðamálastofu og Íslandsstofu til að veita upplýsingar. Stefnt sé á að sérfræðingar eða fulltrúar á vegum stjórnvalda verði með viðveru í miðstöðinni í um klukkustund á hverjum degi til að svara spurningum, nánari upplýsingar um það verði gefnar út síðar.

Miðstöðin er staðsett á Hringhellu 9A, 2. hæð, 221 Hafnarfirði, opnar kl. 12:00, sunnudaginn 19. nóvember. Hún verður síðan opin kl. 8-16 alla daga.

Miðstöðin auki upplýsingaflæði

Þá segir að í miðstöðinni verði vinnuaðstaða fyrir fjölmiðlafólk og viðvera starfsfólks frá Ferðamálastofu og Íslandsstofu til að veita upplýsingar. Stefnt sé á að sérfræðingar eða fulltrúar á vegum stjórnvalda verði með viðveru í miðstöðinni í um klukkustund á hverjum degi til að svara spurningum, nánari upplýsingar um það verði gefnar út síðar.

Takmarkað aðgengi fjölmiðla að Grindavík hefur verið gagnrýnt síðustu daga. Verðlaunaljósmyndarinn Carsten Peter, sem myndað hefur náttúruhamfarir um heim allan, kveðst gáttaður á skorti á upplýsingum frá íslenskum stjórnvöldum og takmörkunum gegn fjölmiðlum en honum hafði ekki verið hleypt inn til Grindavíkur og hafði engin svör frá lögreglu fengið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×