Fótbolti

Danir tryggðu sér sæti á EM en Pól­verjar í vondum málum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danir eru komnir á EM.
Danir eru komnir á EM. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Danir eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári eftir 2-1 sigur gegn Slóvenum í H-riðli í kvöld.

Það var Joakim Maehle sem kom danska liðinu í forystu á 26. mínútu áður en Erik Janza jafnaði metin fyrir Slóvena fjórum mínútum síðar og staðan var því 1-1 í hálfleik.

Thomas Delanay kom Dönum hins vegar yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Með sigrinum tryggðu Danir sér sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári, en liðið er nú með 22 stig á toppi H-riðils.

Slóvenar sitja hins vegar í öðru sæti með 19 stig og þurfa sigur í lokaleiknum til að fylgja Dönum á EM.

Í E-riðli eru Pólverjar hins vegar búnir að stimpla sig úr leik eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Tékkum. Jakub Piotrowski kom Pólverjum yfir í fyrri hálfleik, en Tomas Soucek jafnaði metin fyrir Tékka snemma í síðari hálfleik.

Stigið þýðir að Tékkar eru ekki alveg komnir inn á EM með ásamt Albönum, en Pólverjar sitja í þriðja sæti riðilsins með 11 stig. Tékkar mæta Moldavíu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í lokaumferðinni, en sigri Moldavía þann leik gæti Ísland misst sæti sitt í umspili.

Að lokum vann England öruggan 2-0 sigur gegn Möltu og Ítalir völtuðu yfir Norður-Makedóníu, 5-2, í C-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×