Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 19:31 Daníel Thor og Edgar Alexander giftust á Hvolsvelli í gær og segja að dagurinn hafi verið fullkominn. Vísir/Einar Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. Edgar Alexander, 22 ára, kom til landsins í desember en Ísland varð fyrir valinu vegna sérstakrar viðbótarverndar sem Ísland veitti um tíma íbúum Venesúela. Hann kom hingað í góðri trú um að hér fengi hann að vera hann sjálfur. „Í Venesúela mega tveir karlmenn ekki giftast. Þetta er í rauninni mjög erfitt. Ég á samkynhneigða vini sem hafa þolað mikið misrétti og jafnvel verið drepnir,“ segir Edgar. Móðuramma Edgars greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og þegar ljóst var að henni var ekki hugað líf þá seldi hún húsið sitt sem dugði fyrir löglegum skilríkjum og ódýrasta farmiðanum til Íslands en hennar hinsta ósk var að koma barnabarni sínu í öruggt skjól. Á Íslandi kynntist hann Daníel Thor sem er íslenskur læknanemi. Edgar öðlaðist í fyrsta skiptið kjark til að koma út úr skápnum en það var á Reykjavík Pride sem þeir hittust fyrst. „Hann var að dansa fyrir dragdrottningu og það var mjög skemmtilegt að sjá og stuttu eftir það þá fluttum við inn saman og erum núna giftir þannig að þetta er búið að vera algjört ævintýri með honum," útskýrir Daníel. Þeir Daníel og Edgar giftu sig á Hvolsvelli í gær en amma Daníels er ættuð þaðan. „Okkur fannst bara mjög fallegt að geta fengið að giftast þar,“ segir Daníel sem segir að það besta við nýja eiginmanninn sinn væri hans hlýja hjarta. Þeir Daníel og Edgar kynntust fyrst á Reykjavík Pride en þeir eru yfir sig ástfangnir.Vísir/Einar Frásagnir Venesúelamannanna sem sneru heim með stuðningi íslenskra stjórnvalda á miðvikudag hafa skotið þeim sem eftir eru á Íslandi skelk í bringu en fjöldi þeirra hefur lýst endurteknum yfirheyrslum og myndatökum lögregluyfirvalda og því að hafa þurft að skrifa undir skjöl um að vera föðurlandssvikarar og allt án nokkurs einasta lögmanns. Edgar óttast að vera sendur aftur til Venesúela en hann bíður enn svars. Alls er óvíst hvort að breytt hjúskaparstaða Edgars breyti nokkru um mál hans því hún kemur til eftir að hann sækir um hæli. „Núna er hann eiginmaður minn og ég svo óskaplega hamingjusamur með hann við hlið mér. Hann styður mig svo vel á svona erfiðum tímum eins og nú,“ segir Edgar. „Það er mjög erfitt að vera Venesúelabúi núna, en hér á ég nýja íslenska fjölskyldu, nýja mömmu eiginmann og fjölskyldan er núna hluti af mér, Guð tók ömmu mína til sín og hún er núna á himnum en nú á ég þessa fjölskyldu,“ segir Edgar. Venesúela Rangárþing eystra Brúðkaup Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Edgar Alexander, 22 ára, kom til landsins í desember en Ísland varð fyrir valinu vegna sérstakrar viðbótarverndar sem Ísland veitti um tíma íbúum Venesúela. Hann kom hingað í góðri trú um að hér fengi hann að vera hann sjálfur. „Í Venesúela mega tveir karlmenn ekki giftast. Þetta er í rauninni mjög erfitt. Ég á samkynhneigða vini sem hafa þolað mikið misrétti og jafnvel verið drepnir,“ segir Edgar. Móðuramma Edgars greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og þegar ljóst var að henni var ekki hugað líf þá seldi hún húsið sitt sem dugði fyrir löglegum skilríkjum og ódýrasta farmiðanum til Íslands en hennar hinsta ósk var að koma barnabarni sínu í öruggt skjól. Á Íslandi kynntist hann Daníel Thor sem er íslenskur læknanemi. Edgar öðlaðist í fyrsta skiptið kjark til að koma út úr skápnum en það var á Reykjavík Pride sem þeir hittust fyrst. „Hann var að dansa fyrir dragdrottningu og það var mjög skemmtilegt að sjá og stuttu eftir það þá fluttum við inn saman og erum núna giftir þannig að þetta er búið að vera algjört ævintýri með honum," útskýrir Daníel. Þeir Daníel og Edgar giftu sig á Hvolsvelli í gær en amma Daníels er ættuð þaðan. „Okkur fannst bara mjög fallegt að geta fengið að giftast þar,“ segir Daníel sem segir að það besta við nýja eiginmanninn sinn væri hans hlýja hjarta. Þeir Daníel og Edgar kynntust fyrst á Reykjavík Pride en þeir eru yfir sig ástfangnir.Vísir/Einar Frásagnir Venesúelamannanna sem sneru heim með stuðningi íslenskra stjórnvalda á miðvikudag hafa skotið þeim sem eftir eru á Íslandi skelk í bringu en fjöldi þeirra hefur lýst endurteknum yfirheyrslum og myndatökum lögregluyfirvalda og því að hafa þurft að skrifa undir skjöl um að vera föðurlandssvikarar og allt án nokkurs einasta lögmanns. Edgar óttast að vera sendur aftur til Venesúela en hann bíður enn svars. Alls er óvíst hvort að breytt hjúskaparstaða Edgars breyti nokkru um mál hans því hún kemur til eftir að hann sækir um hæli. „Núna er hann eiginmaður minn og ég svo óskaplega hamingjusamur með hann við hlið mér. Hann styður mig svo vel á svona erfiðum tímum eins og nú,“ segir Edgar. „Það er mjög erfitt að vera Venesúelabúi núna, en hér á ég nýja íslenska fjölskyldu, nýja mömmu eiginmann og fjölskyldan er núna hluti af mér, Guð tók ömmu mína til sín og hún er núna á himnum en nú á ég þessa fjölskyldu,“ segir Edgar.
Venesúela Rangárþing eystra Brúðkaup Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07