Fótbolti

Kasakstan heldur enn í vonina en Albanir tryggðu sér sæti á EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kasakstan á enn möguleika á sæti á EM.
Kasakstan á enn möguleika á sæti á EM. Liam McBurney/PA Images via Getty Images

Þremur leikjum af sjö í undankeppni EM í kvöld er nú lokið. Kasakstan á enn möguleika á því að skáka Dönum eða Slóvenum eftir öruggan 3-1 sigur gegn San Marínó og Albanía er á leið á EM eftir jafntefli gegn Moldavíu.

Islam Chesnokov skoraði sitt hvorum megin við hálfleikshléið fyrir heimamenn í Kasakstan áður en Simone Franciosi minnkaði muninn fyrir San Marínó eftir klukkutíma leik.

Abat Aimbetov gulltryggði þó sigur Kasaka með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma og niðurstaðan því 3-1 sigur heimamanna. 

Kasakstan er nú með 18 stig í þriðja sæti H-riðils, aðeins einu stigi á eftir toppliðum Danmerkur og Slóveníu þegar liðið á einn leik eftir. Danir og Slóvenar eiga einn leik til góða, en þjóðirnar mætast einmitt síðar í kvöld.

Þá vann Finnland öruggan 4-0 sigur gegn Norður-Írlandi í sama riðli og Moldavía og Albanía gerðu 1-1 jafntefli í E-riðli. Stigið þýðir að Albanir eru búnir að tryggja sér eitt af tveimur efstu sætum riðilsins og því er aðeins spurning um hvort það verði Tékkar, Moldóvar eða Pólverjar sem fylgja þeim á Evrópumótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×