Flutti eigið meiðyrðamál og fékk á baukinn í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 17. nóvember 2023 16:39 Huginn Þór fær ekki krónu frá Maríu Lilju. Vísir Áfrýjun Hugins Þórs Grétarssonar, á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp aðgerðarsinna, hefur verið vísað frá Landsrétti. Hann flutti mál sitt sjálfur og segir niðurstöðu Landsréttar til marks um það að borgurum sé gert ómögulegt að leita réttar síns án dýrrar lögfræðiaðstoðar. Málið á rætur sínar að rekja til ummæla sem María Lilja viðhafði um Huginn Þór í tengslum við Facebookhópinn DaddyToo, sem var einhvers konar mótsvar við MeToo-hreyfinguna. Huginn Þór taldi vegið að æru sinni og höfðaði mál til heimtu miskabóta og til þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Hér að neðan má sjá ummæli Maríu Lilju: Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018:„Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að sú tjáning sem um var deilt rúmaðist innan tjáningarfrelsis Maríu Lilju samkvæmt tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hennar með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist þannig ekki uppfylla skilyrðið um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Var með lögmann en endaði á að flytja málið sjálfur Í úrskurði Landsréttar segir að lögmaður hafi farið með mál Hugins Þórs fyrir héraðsdómi en að hann hafi flutt mál sitt sjálfur fyrir Landsrétti, en málflutningur um frávísunarkröfu lögmanns Maríu Lilju fór fram í síðustu viku. Hann hefði notið ítarlegra leiðbeininga Landsréttar um formhlið málsins, samanber nefnd ákvæði laga um meðferð einkamála, meðal annars um frágang og birtingu áfrýjunarstefnu og um uppbyggingu og efni málsgagna og greinargerðar. Skilaði 49 blaðsíðna greinargerð sem hafi tengst málinu lítið Í úrskurðinum segir að samkvæmt lögum um meðferð einkamála skuli í greinargerð áfrýjanda til Landsréttar lýsa þeim málsástæðum sem áfrýjandi ber fyrir sig fyrir Landsrétti. Lýsing þeirra skuli vera svo gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála á hverju áfrýjun sé byggð. Greinargerð Hugins Þórs fyrir Landsrétti hafi talið alls 49 síður. Ekki yrði með góðu móti ráðið af henni hvaða málsástæðum hann tefldi fram dómkröfum til stuðnings eða á hverju hann byggði áfrýjun sína til Landsréttar. Þá væru í greinargerðinni rakin í löngu máli atriði sem ekki yrði séð að snerti það sakarefni sem til úrlausnar væri. Greinargerð Hugins Þórs fyrir Landsrétti væri í engu samræmi við umfang málsins, en stefna í héraði hafi talið átta blaðsíður og dómur héraðsdóms þrettán. Greinargerð Hugins Þórs stríði gegn meginreglu einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning. Málatilbúnaður hans væri til þess fallinn að koma niður á vörnum stefndu. Væri málatilbúnaðurinn enn fremur í andstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um skýran og ljósan málatilbúnað. Skilaði ekki nauðsynlegum gögnum Þá segir í úrskurði Landsréttar að frágangur málsgagna Hugins Þórs væri verulegum atriðum í ósamræmi við reglur Landsréttar um málsgögn í einkamálum. Málsgögn hans hefðu ekki að geyma endurrit úr þingbók málsins í héraði. Þá hefðu málsgögn ekki að geyma fjölda skjala sem lögð voru fram í héraði, en þar væri hins vegar að finna fjölda nýrra skjala sem ekki yrði séð að tengist sakarefni málsins. Í málsgögnum væri ekki að finna efnisskrá, tímaskrá, hlutlæga greiningu og skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm. Ekki á færi borgara að verja sig sjálfir Í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Landsrétti sagði Huginn Þór að niðurstaðan væri að einhverju leyti viðbúin. Hann hefði ómögulega getað ráðið sér lögmann til þess að flytja málið fyrir sig í Landsrétti vegna kostnaðar. Hann hafi þegar eytt ógrynni fjár í þóknanir lögmanna í gegnum árin í fleiri meiðyrðamálum, sem hann hafi þó öll unnið. Hann sagði að dómarar í málinu hefðu brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart honum, sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála. Þá hafi hluta þeirra gagna, sem Landsréttur ávíti hann fyrir að láta ekki fylgja í málsgögnum sínum, hafi gagngert verið haldið frá honum. MeToo Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Málið á rætur sínar að rekja til ummæla sem María Lilja viðhafði um Huginn Þór í tengslum við Facebookhópinn DaddyToo, sem var einhvers konar mótsvar við MeToo-hreyfinguna. Huginn Þór taldi vegið að æru sinni og höfðaði mál til heimtu miskabóta og til þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Hér að neðan má sjá ummæli Maríu Lilju: Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018:„Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“ Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að sú tjáning sem um var deilt rúmaðist innan tjáningarfrelsis Maríu Lilju samkvæmt tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hennar með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist þannig ekki uppfylla skilyrðið um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Var með lögmann en endaði á að flytja málið sjálfur Í úrskurði Landsréttar segir að lögmaður hafi farið með mál Hugins Þórs fyrir héraðsdómi en að hann hafi flutt mál sitt sjálfur fyrir Landsrétti, en málflutningur um frávísunarkröfu lögmanns Maríu Lilju fór fram í síðustu viku. Hann hefði notið ítarlegra leiðbeininga Landsréttar um formhlið málsins, samanber nefnd ákvæði laga um meðferð einkamála, meðal annars um frágang og birtingu áfrýjunarstefnu og um uppbyggingu og efni málsgagna og greinargerðar. Skilaði 49 blaðsíðna greinargerð sem hafi tengst málinu lítið Í úrskurðinum segir að samkvæmt lögum um meðferð einkamála skuli í greinargerð áfrýjanda til Landsréttar lýsa þeim málsástæðum sem áfrýjandi ber fyrir sig fyrir Landsrétti. Lýsing þeirra skuli vera svo gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála á hverju áfrýjun sé byggð. Greinargerð Hugins Þórs fyrir Landsrétti hafi talið alls 49 síður. Ekki yrði með góðu móti ráðið af henni hvaða málsástæðum hann tefldi fram dómkröfum til stuðnings eða á hverju hann byggði áfrýjun sína til Landsréttar. Þá væru í greinargerðinni rakin í löngu máli atriði sem ekki yrði séð að snerti það sakarefni sem til úrlausnar væri. Greinargerð Hugins Þórs fyrir Landsrétti væri í engu samræmi við umfang málsins, en stefna í héraði hafi talið átta blaðsíður og dómur héraðsdóms þrettán. Greinargerð Hugins Þórs stríði gegn meginreglu einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning. Málatilbúnaður hans væri til þess fallinn að koma niður á vörnum stefndu. Væri málatilbúnaðurinn enn fremur í andstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um skýran og ljósan málatilbúnað. Skilaði ekki nauðsynlegum gögnum Þá segir í úrskurði Landsréttar að frágangur málsgagna Hugins Þórs væri verulegum atriðum í ósamræmi við reglur Landsréttar um málsgögn í einkamálum. Málsgögn hans hefðu ekki að geyma endurrit úr þingbók málsins í héraði. Þá hefðu málsgögn ekki að geyma fjölda skjala sem lögð voru fram í héraði, en þar væri hins vegar að finna fjölda nýrra skjala sem ekki yrði séð að tengist sakarefni málsins. Í málsgögnum væri ekki að finna efnisskrá, tímaskrá, hlutlæga greiningu og skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm. Ekki á færi borgara að verja sig sjálfir Í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Landsrétti sagði Huginn Þór að niðurstaðan væri að einhverju leyti viðbúin. Hann hefði ómögulega getað ráðið sér lögmann til þess að flytja málið fyrir sig í Landsrétti vegna kostnaðar. Hann hafi þegar eytt ógrynni fjár í þóknanir lögmanna í gegnum árin í fleiri meiðyrðamálum, sem hann hafi þó öll unnið. Hann sagði að dómarar í málinu hefðu brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart honum, sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála. Þá hafi hluta þeirra gagna, sem Landsréttur ávíti hann fyrir að láta ekki fylgja í málsgögnum sínum, hafi gagngert verið haldið frá honum.
Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018:„Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“
MeToo Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent