Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 12:05 Lögregla vaktar nú Grindavíkurbæ allan sólarhringinn. Vísir/Vilhelm Löggæsla í Grindavík hefur verið aukin eftir að tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir að næturlagi. Lögregla stendur nú vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlum er hins vegar meinaður aðgangur að bænum í dag. Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31
RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent