RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2023 16:10 Heiðar Örn segir að atvikið megi rekja til óðagots og misskilnings á vettvangi. Það sé ekki í anda þess sem RÚV vilji vera þekkt fyrir. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. Halldóra Sigtryggsdóttir, íbúi í Grindavík, sagði í Facebook-færslu í dag vera virkilega reið. „Fréttamenn hafa ekki leyfi til að fara inná heimilið mitt! RÚV skammist ykkar, set inn myndband þið eigið að láta heimilin okkar vera í Grindavíkurbær. Grindvíkingar, kíkið á myndavélarnar og sjáið hvort fréttamenn eru að reyna að komast inn,“ sagði Halldóra. Það kom merktur fréttamaður heim áðan, tók myndir, reyndi að opna hurðir og leitaði svo að lykli! Lögreglan á Suðurnesjum plís gerið eitthvað í málinu Björgunarsveitin Þorbjörn þetta viljum við ekki. Óhætt er að segja að Grindvíkingar og fleiri taki undir með Halldóru. Myndbandsupptökunni að ofan hefur þegar þetta er skrifað verið deilt mörg hundruð sinnum og er atvikið til umræðu í ýmsum umræðuhópum. RÚV beðst velvirðingar í tilkynningu í dag. „Starfsmaður RÚV sást í dag á öryggismyndavél reyna að komast inn í yfirgefið hús og leita að lyklum að læstum dyrum. Fréttastofa RÚV harmar þetta atvik og biður íbúa hússins og alla Grindvíkinga innilegrar afsökunar á því,“ segir í tilkynningu Heiðars Arnar. „Fréttamenn RÚV hafa kappkostað að fjalla um atburðina í Grindavík af virðingu fyrir íbúum og eigum þeirra, og vinnubrögðin sem sjást á myndskeiðinu eru ekki í anda vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Við höfum rekið atvikið til misskilnings og óðagots á vettvangi, en munum í kjölfarið fara yfir verkferla okkar og vinnureglur og brýna fyrir öllum þeim sem fara á vettvang að virða einkalíf og eigur Grindvíkinga, og valda þeim ekki meiri óþægindum eða sorg en þeir upplifa fyrir.“ Lögreglan á Suðurnesjum segir í svari á Facebook-síðu sinni að málið sé komið á þeirra borð. Ljósmyndarinn biðst afsökunar Starfsmaður RÚV, ljósmyndarinn Ragnar Visage, tjáir sig um atvikið á Facebook-síðu sinni. „Kæru vinir þar sem ég er nú sennilega óvinsælasti maður dagsins þá vil ég innilega afsaka mína hegðun í Grindavík í dag, þetta var í algjöru óðagáti þar sem ég var einn eftir í bænum (fyrir utan viðbragðsaðila) og ég var beðinn um að reyna ná myndefni innanhús, í algjöru hugsunarleysi og í öllum hasarnum fannst mér liggjast beinast við að athuga með að komast inn í næsta hús,“ segir Ragnar. „Galið, ég veit!“ Ragnar biðst afsökunar. „Búinn að fá miklar skammir frá Björgunarsveitinni, skiljanlega, og hef beðið þau innilega afsökunar, og þetta er engan veginn í anda vinnureglna RÚV eða þess anda sem fréttatofan starfar í.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Það fóru allar sírenur í gang“ Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. 14. nóvember 2023 15:36 „Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að Grindavík hafi verið rýmd vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. 14. nóvember 2023 15:36 Merki um að gas sé að koma upp Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík. 14. nóvember 2023 15:24 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Halldóra Sigtryggsdóttir, íbúi í Grindavík, sagði í Facebook-færslu í dag vera virkilega reið. „Fréttamenn hafa ekki leyfi til að fara inná heimilið mitt! RÚV skammist ykkar, set inn myndband þið eigið að láta heimilin okkar vera í Grindavíkurbær. Grindvíkingar, kíkið á myndavélarnar og sjáið hvort fréttamenn eru að reyna að komast inn,“ sagði Halldóra. Það kom merktur fréttamaður heim áðan, tók myndir, reyndi að opna hurðir og leitaði svo að lykli! Lögreglan á Suðurnesjum plís gerið eitthvað í málinu Björgunarsveitin Þorbjörn þetta viljum við ekki. Óhætt er að segja að Grindvíkingar og fleiri taki undir með Halldóru. Myndbandsupptökunni að ofan hefur þegar þetta er skrifað verið deilt mörg hundruð sinnum og er atvikið til umræðu í ýmsum umræðuhópum. RÚV beðst velvirðingar í tilkynningu í dag. „Starfsmaður RÚV sást í dag á öryggismyndavél reyna að komast inn í yfirgefið hús og leita að lyklum að læstum dyrum. Fréttastofa RÚV harmar þetta atvik og biður íbúa hússins og alla Grindvíkinga innilegrar afsökunar á því,“ segir í tilkynningu Heiðars Arnar. „Fréttamenn RÚV hafa kappkostað að fjalla um atburðina í Grindavík af virðingu fyrir íbúum og eigum þeirra, og vinnubrögðin sem sjást á myndskeiðinu eru ekki í anda vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Við höfum rekið atvikið til misskilnings og óðagots á vettvangi, en munum í kjölfarið fara yfir verkferla okkar og vinnureglur og brýna fyrir öllum þeim sem fara á vettvang að virða einkalíf og eigur Grindvíkinga, og valda þeim ekki meiri óþægindum eða sorg en þeir upplifa fyrir.“ Lögreglan á Suðurnesjum segir í svari á Facebook-síðu sinni að málið sé komið á þeirra borð. Ljósmyndarinn biðst afsökunar Starfsmaður RÚV, ljósmyndarinn Ragnar Visage, tjáir sig um atvikið á Facebook-síðu sinni. „Kæru vinir þar sem ég er nú sennilega óvinsælasti maður dagsins þá vil ég innilega afsaka mína hegðun í Grindavík í dag, þetta var í algjöru óðagáti þar sem ég var einn eftir í bænum (fyrir utan viðbragðsaðila) og ég var beðinn um að reyna ná myndefni innanhús, í algjöru hugsunarleysi og í öllum hasarnum fannst mér liggjast beinast við að athuga með að komast inn í næsta hús,“ segir Ragnar. „Galið, ég veit!“ Ragnar biðst afsökunar. „Búinn að fá miklar skammir frá Björgunarsveitinni, skiljanlega, og hef beðið þau innilega afsökunar, og þetta er engan veginn í anda vinnureglna RÚV eða þess anda sem fréttatofan starfar í.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Það fóru allar sírenur í gang“ Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. 14. nóvember 2023 15:36 „Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að Grindavík hafi verið rýmd vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. 14. nóvember 2023 15:36 Merki um að gas sé að koma upp Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík. 14. nóvember 2023 15:24 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
„Það fóru allar sírenur í gang“ Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. 14. nóvember 2023 15:36
„Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að Grindavík hafi verið rýmd vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. 14. nóvember 2023 15:36
Merki um að gas sé að koma upp Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík. 14. nóvember 2023 15:24
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent