Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 12:05 Lögregla vaktar nú Grindavíkurbæ allan sólarhringinn. Vísir/Vilhelm Löggæsla í Grindavík hefur verið aukin eftir að tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir að næturlagi. Lögregla stendur nú vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlum er hins vegar meinaður aðgangur að bænum í dag. Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31
RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10