Vy-þrif kærð til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2023 10:45 Dauð mús eða rotta sem fannst á gólfinu í Sóltúni þegar Heilbrigðiseftirlitið mætti á vettvang í lok september. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. Þetta kemur fram í skriflegum svörum heilbrigðiseftirlitsins til fréttastofu. Málið hafi verið kært til lögreglu og sé nú á hennar borði. Fréttastofa óskaði eftir afriti af kæru eftirlitsins en þeirri beiðni var hafnað. „Kæran til lögreglu er undanþegin upplýsingalögum þar sem hún er hluti af rannsókn sakamáls sbr 4. gr. upplýsingalaga,“ segir í svari eftirlitsins. Dauð mús eða rotta í gildru í húsnæðinu. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Sá angi málsins hefur þegar verið tilkynntur til lögreglu. Uppsett tjald á sekkjum í kjallaranum. Heilbrigðiseftirlitið telur ljóst að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki séu ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, sagðist í skriflegri orðsendingu til fréttastofu á dögunum ekki ætla að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum heilbrigðiseftirlitsins til fréttastofu. Málið hafi verið kært til lögreglu og sé nú á hennar borði. Fréttastofa óskaði eftir afriti af kæru eftirlitsins en þeirri beiðni var hafnað. „Kæran til lögreglu er undanþegin upplýsingalögum þar sem hún er hluti af rannsókn sakamáls sbr 4. gr. upplýsingalaga,“ segir í svari eftirlitsins. Dauð mús eða rotta í gildru í húsnæðinu. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Sá angi málsins hefur þegar verið tilkynntur til lögreglu. Uppsett tjald á sekkjum í kjallaranum. Heilbrigðiseftirlitið telur ljóst að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki séu ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, sagðist í skriflegri orðsendingu til fréttastofu á dögunum ekki ætla að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05
Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55
Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03