Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 15:55 Forsvarsmanna Vy-þrifa biðu þessi skilaboð á húsnæðinu í Sóltúni 20 eftir fyrstu heimsókn eftirlitsins þann 26. september. HER Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu HER um heimsókn eftirlitsins þann 26. september. Grunur lék á um að í húsnæðinu væri ólögleg matvælastarfsemi og ólögleg matvælageymsla. „Þegar mætt var á staðinn var bíll að keyra frá bakhlið hússins en bílstjóra virtist brugðið að sjá heilbrigðisfulltrúa, stuttu seinna hlaupa tveir menn frá bakhlið húss og á bak við runna. Ekki náðist að ræða við þá,“ segir í skýrslunni. Hlutir tengdir matvælastarfsemi voru fyrir utan hurð á bakhlið hússins við rampinn, hlutir eins og matvælabakkar, hrísgrjónapottur, pottur og fleira tengt matvælastarfsemi. Í framhaldinu kom annar bíll keyrandi á svæðið og að rampnum. „En keyrði svo í burtu þegar heilbrigðisfulltrúar reyndu að tala við fólkið í bílnum og báðu þau að opna bílrúðu. Bílstjóri lét eins og hann sæi ekki heilbrigðisfulltrúa og keyrði í burt.“ Fulltrúar HER spurðust fyrir um geymsluhúsnæðið hjá nærliggjandi fyrirtækjum en fengu engar upplýsingar um leigjanda kjallarans. Tekin var ákvörðun um að innsigla húsnæðið með límandi eftirlitsins og skilja eftir skilaboð til ábyrgðaraðila sem síðar kom í ljós að var Vy-þrif hreinsunarþjónusta. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Handskrifuð skýrsla var límd á hurðar húsnæðisins og ábyrgðaraðila bent á að óheimilt væri að fara inn í rýmið og hafa þyrfti samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áður en farið er í rýmið. Næstu daga átti heilbrigðiseftirlitið eftir að mæta nokkrum sinnum í Sóltúnið, fara inn í rýmið og hitta fulltrúa Vy-þrifa. Í húsnæðinu fundust meðal annars fimm tonn af matvælum sem voru nýkomin til landsins og eftirlitið telur ljóst að staðið hafi til að koma í dreifingu. Þá reyndi starfsfólk Vy-þrifa að koma matvælum undan eftir að hafa boðist til að koma að förgun matvælanna. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. Auk þess eru vísbendingar um að fólk hafi gist í rýminu innan um matvælin. Dauðar rottur og mýs fundust í rýminu, göt á fjölmörgu sekkjum og úrgangur úr meindýrum á gólfum. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu HER um heimsókn eftirlitsins þann 26. september. Grunur lék á um að í húsnæðinu væri ólögleg matvælastarfsemi og ólögleg matvælageymsla. „Þegar mætt var á staðinn var bíll að keyra frá bakhlið hússins en bílstjóra virtist brugðið að sjá heilbrigðisfulltrúa, stuttu seinna hlaupa tveir menn frá bakhlið húss og á bak við runna. Ekki náðist að ræða við þá,“ segir í skýrslunni. Hlutir tengdir matvælastarfsemi voru fyrir utan hurð á bakhlið hússins við rampinn, hlutir eins og matvælabakkar, hrísgrjónapottur, pottur og fleira tengt matvælastarfsemi. Í framhaldinu kom annar bíll keyrandi á svæðið og að rampnum. „En keyrði svo í burtu þegar heilbrigðisfulltrúar reyndu að tala við fólkið í bílnum og báðu þau að opna bílrúðu. Bílstjóri lét eins og hann sæi ekki heilbrigðisfulltrúa og keyrði í burt.“ Fulltrúar HER spurðust fyrir um geymsluhúsnæðið hjá nærliggjandi fyrirtækjum en fengu engar upplýsingar um leigjanda kjallarans. Tekin var ákvörðun um að innsigla húsnæðið með límandi eftirlitsins og skilja eftir skilaboð til ábyrgðaraðila sem síðar kom í ljós að var Vy-þrif hreinsunarþjónusta. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Handskrifuð skýrsla var límd á hurðar húsnæðisins og ábyrgðaraðila bent á að óheimilt væri að fara inn í rýmið og hafa þyrfti samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áður en farið er í rýmið. Næstu daga átti heilbrigðiseftirlitið eftir að mæta nokkrum sinnum í Sóltúnið, fara inn í rýmið og hitta fulltrúa Vy-þrifa. Í húsnæðinu fundust meðal annars fimm tonn af matvælum sem voru nýkomin til landsins og eftirlitið telur ljóst að staðið hafi til að koma í dreifingu. Þá reyndi starfsfólk Vy-þrifa að koma matvælum undan eftir að hafa boðist til að koma að förgun matvælanna. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. Auk þess eru vísbendingar um að fólk hafi gist í rýminu innan um matvælin. Dauðar rottur og mýs fundust í rýminu, göt á fjölmörgu sekkjum og úrgangur úr meindýrum á gólfum. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER
Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03
Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51