Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 10:05 Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan. Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan.
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira