Fótbolti

Jafnt gegn Dönum í fyrsta leik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dagur Örn Fjeldsted skoraði mark Íslands í dag.
Dagur Örn Fjeldsted skoraði mark Íslands í dag. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum yngri en nítján ára gerði jafntefli við Dani í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Riðill íslenska liðsins er leikinn í Frakklandi.

Leikurinn í dag var fyrsti leikur beggja liða í undankeppninni en auk þess eru Frakkar og Eistar í sama riðli. Leikið er í Orleans í Frakklandi.

Danir komust yfir í leiknum í dag með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu leiksins. Dagur Örn Fjeldsted jafnaði fyrir Ísland skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en hann er leikmaður Breiðabliks og var á láni hjá Grindavík hluta síðasta sumars.

Íslendingar komust nær því að skora fleiri mörk í leiknum en þeir Ágúst Orri Þorsteinsson og Benóný Breki Andrésson áttu báðir skot í markrammann í leiknum. Lokatölur 1-1 en Ísland mætir Frökkum á laugardag og síðan Eistum á þriðjudag í næstu viku.

Þjálfari Íslands er Ólafur Ingi Skúlason en hann kom íslenska U19-ára liðinu í úrslit Evrópumótsins síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×