Innlent

Til­búin með á­ætlanir fyrir daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að þeir Grindvíkingar sem ekki hafi enn haft tækifæri til að fara á heimili sín muni fá tækifæri til þess í dag.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að þeir Grindvíkingar sem ekki hafi enn haft tækifæri til að fara á heimili sín muni fá tækifæri til þess í dag. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir nóttina hafa verið nokkuð rólega og tíðindalausa. Dagurinn byrji núna með mati vísindamanna á nýjum gögnum.

„Við erum tilbúin með áætlanir um að íbúar geti haldið áfram að fara inn í hús sín. Það eru nokkrir sem hafa ekkert fengið að fara að ráði og við ætlum að reyna að klára það í dag. Það er búið að vera í samskiptum við þá íbúa,“ segir Víðir.

Víðir ræddi stöðuna í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að einnig verði unnið áfram að verðmætabjörgun hjá fyrirtækjum. „Það hefur gengið vel, eins og hægt er.“

Víðir minnir á að það muni opna þjónustumiðstöð almannavarna í Tollhúsinu í hádeginu í dag. „Þar munu Grindvíkingar hafa aðstöðu til að hittast, en ekki síður ætlum við að safna saman þeim sérfræðingum sem geta svarað spurningum, meðal annars varðandi tjónamálin og slíkt. Þar munum við líka veita sálrænan stuðning fólki og hjálpað fólki að sameinast aðeins,“ segir Víðir.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. 

Hann segir búið að vera gríðarlegt álag á viðbragðsaðilum, sérstaklega þeim sem búa í Grindavík. „Þeir eru náttúrulega á fullu að vinna með sínum samborgurum. Það má nefna það eru nokkrir í stjórnstöðvarvinnu sem höfðu ekki haft tækifæri til að snúa heim til sín. Þeir hafi hins vegar fengið leyfi í gærkvöldi til að gera það,“ segir Víðir.


Tengdar fréttir

Opna þjónustu­mið­stöð fyrir Grind­víkinga í Toll­húsinu

Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×