Rýmdu bæinn á 95 sekúndum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 18:24 Um 80 til 90 manns voru í Grindavík þegar bærinn var rýmdur með hraði í dag, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. Til stóð að Grindvíkingar gætu vitjað heimila sinna og muna til klukkan fjögur í dag, en vegna rýmingarboðs frá samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra var bærinn rýmdur með hraði. Mögulega verði skipulag varðandi slíka aðgerð endurskoðað. „Ég geri ráð fyrir því að okkar skipulag fyrir morgundaginn, ef við hleypum inn í bæinn, verði með aðeins öðrum hætti,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann á von á því að hægt verði að hleypa fólki aftur í bæinn á morgun, nema hættumat breytist. Það muni liggja fyrir á morgun, rétt eins og mögulegar breytingar á skipulagi aðgerðarinnar. „Það ákveðum við eftir fund Almannavarna með Veðurstofu í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir upp úr klukkan níu, og þá liggur okkar áætlun fyrir daginn fyrir. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Ekki ástæða til að hætta við úr því sem komið var Grindavík var rýmd fyrr í dag, en fyrir það hafði staðið til að íbúar Grindavíkur sem ekki áttu þess kost í gær gætu fengið að fara inn í bæinn til að vitja heimila sinna og helstu muna. Rýmingarboð barst síðan lögreglunni á Suðurnesjum frá samhæfingarstöð Ríkislögreglustjóra, þar sem gasmælar hafi sýnt að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðu nærri Grindavík. „Það var brugðist skjótt við, og farið í rýmingu. Það er ágætt frá því að segja að þessi rýming tók 95 sekúndur,“ segir Úlfar. Um 80 til 90 manns hafi verið í bænum á þessum tíma. Rýmingin hafi skömmu síðar verið afturkölluð. „En úr því sem komið var þá var ekki ástæða til þess að hætta við rýmingu. Það er bara í okkar verklagi og er mín ákvörðun,“ segir Úlfar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Til stóð að Grindvíkingar gætu vitjað heimila sinna og muna til klukkan fjögur í dag, en vegna rýmingarboðs frá samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra var bærinn rýmdur með hraði. Mögulega verði skipulag varðandi slíka aðgerð endurskoðað. „Ég geri ráð fyrir því að okkar skipulag fyrir morgundaginn, ef við hleypum inn í bæinn, verði með aðeins öðrum hætti,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann á von á því að hægt verði að hleypa fólki aftur í bæinn á morgun, nema hættumat breytist. Það muni liggja fyrir á morgun, rétt eins og mögulegar breytingar á skipulagi aðgerðarinnar. „Það ákveðum við eftir fund Almannavarna með Veðurstofu í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir upp úr klukkan níu, og þá liggur okkar áætlun fyrir daginn fyrir. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Ekki ástæða til að hætta við úr því sem komið var Grindavík var rýmd fyrr í dag, en fyrir það hafði staðið til að íbúar Grindavíkur sem ekki áttu þess kost í gær gætu fengið að fara inn í bæinn til að vitja heimila sinna og helstu muna. Rýmingarboð barst síðan lögreglunni á Suðurnesjum frá samhæfingarstöð Ríkislögreglustjóra, þar sem gasmælar hafi sýnt að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðu nærri Grindavík. „Það var brugðist skjótt við, og farið í rýmingu. Það er ágætt frá því að segja að þessi rýming tók 95 sekúndur,“ segir Úlfar. Um 80 til 90 manns hafi verið í bænum á þessum tíma. Rýmingin hafi skömmu síðar verið afturkölluð. „En úr því sem komið var þá var ekki ástæða til þess að hætta við rýmingu. Það er bara í okkar verklagi og er mín ákvörðun,“ segir Úlfar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira