„Það fóru allar sírenur í gang“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 15:36 Björgvin Hrafn segir að fólk hafi orðið mjög óttaslegið þegar sírenur fóru í gang í Grindavík. Vísir Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira