„Það fóru allar sírenur í gang“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 15:36 Björgvin Hrafn segir að fólk hafi orðið mjög óttaslegið þegar sírenur fóru í gang í Grindavík. Vísir Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira