Sér fram á efnahagslega þungar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. nóvember 2023 12:03 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir unnið að því að kortleggja laust húsnæði fyrir Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Horft er til fordæma úr heimsfaraldrinum nú þegar unnið er að lausn til að tryggja afkomu Grindvíkinga á meðan rýmingu stendur. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar og að mögulega þurfi að ráðst í víðtæka uppbyggingu á húsnæði. Til stendur að opna samkomustað fyrir Grindvíkinga. Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira