Sér fram á efnahagslega þungar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. nóvember 2023 12:03 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir unnið að því að kortleggja laust húsnæði fyrir Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Horft er til fordæma úr heimsfaraldrinum nú þegar unnið er að lausn til að tryggja afkomu Grindvíkinga á meðan rýmingu stendur. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar og að mögulega þurfi að ráðst í víðtæka uppbyggingu á húsnæði. Til stendur að opna samkomustað fyrir Grindvíkinga. Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira