Sér fram á efnahagslega þungar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. nóvember 2023 12:03 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir unnið að því að kortleggja laust húsnæði fyrir Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Horft er til fordæma úr heimsfaraldrinum nú þegar unnið er að lausn til að tryggja afkomu Grindvíkinga á meðan rýmingu stendur. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar og að mögulega þurfi að ráðst í víðtæka uppbyggingu á húsnæði. Til stendur að opna samkomustað fyrir Grindvíkinga. Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira