Innlent

Kristín og Frey­steinn ræddu náttúru­ham­farir í Grinda­vík

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Freysteinn Sigmundsson eru bæði doktorar á sínu sviði.
Jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Freysteinn Sigmundsson eru bæði doktorar á sínu sviði. Vísir/Vilhelm

Hin hrikalega ógn sem vofir yfir Grindavík verður rædd í þættinum Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Umræðunni stýrir Kristján Már Unnarsson fréttamaður.

Tveir af færustu jarðvísindamönnum þjóðarinnar ræða um atburðina á Reykjanesskaga, þau Freysteinn Sigmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, og Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, og yfirmaður náttúruvár á Veðurstofunni.

Bæði fylgjast þau núna grannt með því sem er að gerast í jarðskorpunni undir Reykjanesskaga og hafa nýjasta stöðumat á kvikuganginum sem fylgir Sundhnúkasprungunni. Það var einmitt vegna hans sem Grindavík var rýmd á föstudagskvöld þegar kvikugangurinn færðist undir bæinn. Jarðskjálftahrinan sem fylgdi var fordæmalaus og kvikuinnstreymið ógnvænlegt en síðan hefur dregið úr skjálftunum og einnig kvikuinnstreyminu.

En hvað þýða þessar nýjustu breytingar varðandi hættuna á eldgosi? Hvar þau telja líklegast núna að gjósi, ef það verður gos á annað borð? Hvað gæti eldgos orðið stórt? Til hvaða varna getum við gripið?

Hvað þýða þessar jarðhræringar á Reykjanesskaga í stærra samhengi? Þarf samfélagið að gera ráð fyrir að svona atburðir endurtaki sig næstu áratugi, jafnvel næstu aldir?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×