Borðar kjúklingafætur til þess að lengja ferillinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 14:00 Andros Townsend segir að kjúklingafæturnir hjálpi honum í endurheimt eftir leiki. Samsett/Getty Andros Townsend leitar allra leiða til að geta spilað lengur á hæsta stigi fótboltans og þar koma líka inn sérstakar matarvenjur. Townsend spilar nú með nýliðum Luton Town en hann kom til liðsins í október og gerði þá stuttan samning. Townsend missti af síðustu tveimur tímabilum vegna alvarlegra hnémeiðsla en hann er nú orðinn 32 ára gamall. „Þetta er bara þriggja mánaða samningur. Luton þurfti á mér að halda strax og ég vildi komast í leikform,“ sagði Andros Townsend við BBC Radio 5 Live. "Some have got long nails" "Are they chewy or crunchy?" - @markchapman @andros_townsend eats chicken feet every night for tea : https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/8biKpZpSxN— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) November 13, 2023 Hann var einnig spurður út í matarvenjur sínar. „Ein af bestu náttúrulegu uppsprettum kollagens er í kjúklingafótum. Það er því einfaldara fyrir mig að borða það frekar en einhverjar bætiefnatöflur,“ sagði Townsend. „Kjúklingafæturnir bragðast alveg eins og kjúklingavængir. Það er ekki mikið kjöt og það er mikið af brjóski nálægt beininu. Þetta er gott. Fólk borðar þetta dags daglega í Kína, Suður-Afríku og Portúgal,“ sagði Townsend. „Ég set þær í tuttugu mínútur inn í ofninn og þá eru þær tilbúnar. Það eina sem ég veit er að ég er 32 ára gamall og hef verið frá í tvö ár en nú líður mér frábærlega,“ sagði Townsend. Hann er á því að þetta muni hjálpa honum að lengja feril sinn. „Þegar ég var upp á mitt besta 27 eða 27 ára gamall þá var ég lengur að jafna mig eftir leiki. Ég átti kannski erfitt út næstu vikuna á eftir. Núna er ég miklu ferskari og tilbúinn starx á mánudegi,“ sagði Townsend. Luton forward Andros Townsend: "Every night for dinner, I eat chicken feet. Steamed chicken feet." "The collagen in the chicken feet, there's cartilage, there's so much goodness.""They even put it into performance pills and shots now. I order chicken feet in massive pic.twitter.com/BerLMZOEGI— EuroFoot (@eurofootcom) November 10, 2023 Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Townsend spilar nú með nýliðum Luton Town en hann kom til liðsins í október og gerði þá stuttan samning. Townsend missti af síðustu tveimur tímabilum vegna alvarlegra hnémeiðsla en hann er nú orðinn 32 ára gamall. „Þetta er bara þriggja mánaða samningur. Luton þurfti á mér að halda strax og ég vildi komast í leikform,“ sagði Andros Townsend við BBC Radio 5 Live. "Some have got long nails" "Are they chewy or crunchy?" - @markchapman @andros_townsend eats chicken feet every night for tea : https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/8biKpZpSxN— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) November 13, 2023 Hann var einnig spurður út í matarvenjur sínar. „Ein af bestu náttúrulegu uppsprettum kollagens er í kjúklingafótum. Það er því einfaldara fyrir mig að borða það frekar en einhverjar bætiefnatöflur,“ sagði Townsend. „Kjúklingafæturnir bragðast alveg eins og kjúklingavængir. Það er ekki mikið kjöt og það er mikið af brjóski nálægt beininu. Þetta er gott. Fólk borðar þetta dags daglega í Kína, Suður-Afríku og Portúgal,“ sagði Townsend. „Ég set þær í tuttugu mínútur inn í ofninn og þá eru þær tilbúnar. Það eina sem ég veit er að ég er 32 ára gamall og hef verið frá í tvö ár en nú líður mér frábærlega,“ sagði Townsend. Hann er á því að þetta muni hjálpa honum að lengja feril sinn. „Þegar ég var upp á mitt besta 27 eða 27 ára gamall þá var ég lengur að jafna mig eftir leiki. Ég átti kannski erfitt út næstu vikuna á eftir. Núna er ég miklu ferskari og tilbúinn starx á mánudegi,“ sagði Townsend. Luton forward Andros Townsend: "Every night for dinner, I eat chicken feet. Steamed chicken feet." "The collagen in the chicken feet, there's cartilage, there's so much goodness.""They even put it into performance pills and shots now. I order chicken feet in massive pic.twitter.com/BerLMZOEGI— EuroFoot (@eurofootcom) November 10, 2023
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira