Miklar skemmdir á fjölskylduheimili í Grindavík: „Ónýtt frá grunni og upp“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2023 22:29 „Húsið er algjörlega óíbúðarhæft.“ segir Halldóra sem telur að hún og fjölskylda sín eigi ekki afturkvæmt á heimilið. Aðsent/Halldóra Birta Fjögurra manna fjölskylda komst að því í dag að heimili þeirra í Grindavík hefði orðið fyrir miklum skemmdum. „Við vorum búin að búa okkur undir það versta, og þetta var eiginlega bara það. Maður vonaði auðvitað alltaf að þetta myndi fara vel, en í okkar tilfelli er það alls ekki þannig. Húsið er algjörlega óíbúðarhæft. Það er ónýtt frá grunni og upp,“ segir Halldóra Birta Viðarsdóttir í samtali við fréttastofu, en hún telur ljóst að hún og fjölskylda sín eigi ekki afturkvæmt í húsið. „Okkar svartasta hugmynd raungerist.“ Líkt og sjá má á myndum innan úr húsinu eru skemmdirnar miklar. „Hver einasti veggur er sprunginn, loftið, gólfið. Maður sér að ef maður myndi reyna að sparsla í þetta aftur, og það kæmi annar jarðskjálfti þá færi þetta bara í steik aftur. Það er enginn að fara búa þarna.“ Aðsend/Halldóra Birta Aðsend/Halldóra Birta Í dag var greint frá því að sigdalur hefði myndast í Grindavík. Land í byggðinni hefði sigið um allt að einn metra. Halldóra útskýrir að svo virðist sem að húsið sé einmitt á mörkum sigdalsins. Þar af leiðandi hafi skemmdirnar orðið svo miklar. „Við hliðina á bílskúrnum okkar er bara risastór hola. Nágranni okkar hefur kallað það „holu til helvítis“.“ Samfélagið sundrað Halldóra segir að fjölskyldan sé ekki aðeins að missa heimili sitt heldur meira. Allt tengslanetið sé í uppnámi. Hún minnist til að mynda á að eiginmaður hennar er uppalinn Grindvíkingur og stórfjölskylda hans meira og minna búsett í Grindavík. „Þetta er samfélag sem er nánast sundrað. Það er búið að dreifa okkur um allt land. Þetta er mjög samheldið samfélag,“ segir Halldóra. „Þarna er góður andi og mikil vinátta sem er búið að taka frá okkur.“ Mikil vinna fyrir bí Eiginmaður Halldóru er sjúkraþjálfari og einkaþjálfari. Undanfarið ár hafði hann eytt miklu púðri í að koma upp starfstöð sinni í bílskúr hússins. Bílskúrinn er jafnvel sá hluti sem hefur farið hvað verst út úr skjálftunum. „Tekjulind heimilisins er í raun tekin frá okkur. Hann stendur núna uppi með ekki með neitt. Ég reyndar er með vinnu í bænum, en ég get ekki mætt til vinnu í því ástandi sem ég er í,“ segir Halldóra sem líkir áfallinu við að missa einhvern nákominn. Aðsend/Halldóra Birta „Fótunum er bara algjörlega kippt undan manni. Við erum fjölskylda með tvö börn. Strákurinn okkar er nýbyrjaður í fyrsta bekk. Hann með sína vini og hvað verður af því?“ Halldóra segir næstu skref líklega vera að reyna að finna fjölskyldunni nýtt heimili. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Við vorum búin að búa okkur undir það versta, og þetta var eiginlega bara það. Maður vonaði auðvitað alltaf að þetta myndi fara vel, en í okkar tilfelli er það alls ekki þannig. Húsið er algjörlega óíbúðarhæft. Það er ónýtt frá grunni og upp,“ segir Halldóra Birta Viðarsdóttir í samtali við fréttastofu, en hún telur ljóst að hún og fjölskylda sín eigi ekki afturkvæmt í húsið. „Okkar svartasta hugmynd raungerist.“ Líkt og sjá má á myndum innan úr húsinu eru skemmdirnar miklar. „Hver einasti veggur er sprunginn, loftið, gólfið. Maður sér að ef maður myndi reyna að sparsla í þetta aftur, og það kæmi annar jarðskjálfti þá færi þetta bara í steik aftur. Það er enginn að fara búa þarna.“ Aðsend/Halldóra Birta Aðsend/Halldóra Birta Í dag var greint frá því að sigdalur hefði myndast í Grindavík. Land í byggðinni hefði sigið um allt að einn metra. Halldóra útskýrir að svo virðist sem að húsið sé einmitt á mörkum sigdalsins. Þar af leiðandi hafi skemmdirnar orðið svo miklar. „Við hliðina á bílskúrnum okkar er bara risastór hola. Nágranni okkar hefur kallað það „holu til helvítis“.“ Samfélagið sundrað Halldóra segir að fjölskyldan sé ekki aðeins að missa heimili sitt heldur meira. Allt tengslanetið sé í uppnámi. Hún minnist til að mynda á að eiginmaður hennar er uppalinn Grindvíkingur og stórfjölskylda hans meira og minna búsett í Grindavík. „Þetta er samfélag sem er nánast sundrað. Það er búið að dreifa okkur um allt land. Þetta er mjög samheldið samfélag,“ segir Halldóra. „Þarna er góður andi og mikil vinátta sem er búið að taka frá okkur.“ Mikil vinna fyrir bí Eiginmaður Halldóru er sjúkraþjálfari og einkaþjálfari. Undanfarið ár hafði hann eytt miklu púðri í að koma upp starfstöð sinni í bílskúr hússins. Bílskúrinn er jafnvel sá hluti sem hefur farið hvað verst út úr skjálftunum. „Tekjulind heimilisins er í raun tekin frá okkur. Hann stendur núna uppi með ekki með neitt. Ég reyndar er með vinnu í bænum, en ég get ekki mætt til vinnu í því ástandi sem ég er í,“ segir Halldóra sem líkir áfallinu við að missa einhvern nákominn. Aðsend/Halldóra Birta „Fótunum er bara algjörlega kippt undan manni. Við erum fjölskylda með tvö börn. Strákurinn okkar er nýbyrjaður í fyrsta bekk. Hann með sína vini og hvað verður af því?“ Halldóra segir næstu skref líklega vera að reyna að finna fjölskyldunni nýtt heimili.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18
Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56