Malmö sænskur meistari á kostnað Íslendingaliðs Elfsborg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 17:15 Malmö er sænskur meistari eftir dramatíska lokaumferð. Malmö Malmö er Svíþjóðarmeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Íslendingaliði Elfsborg í hreinum úrslitaleik í dag. Leikurinn tafðist gríðarlega og var þar sem stuðningsfólk Elfsborg byrjaði að brenna öryggisnetið fyrir aftan markið. Síðan kveikti stuðningsfólk Malmö á svo mörgum blysum að brunakerfi vallarins fór í gang. Alls var 45 mínútna bið frá því að fyrri hálfleik lauk og sá síðari hófst. We ve been waiting for the second half for over 45 min now I think. First Elfsborg fans were burning the security net then when the players finally came out Malmö fans had a pyro show so big the fire alarm has now gone off and telling people to leave the stadium pic.twitter.com/OlaUG88h30— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) November 12, 2023 Aðrir leikir voru því löngu búnir þegar toppliðin tvö áttu enn eftir að skera úr um hvort myndi standa uppi sem Svíþjóðarmeistari. Hvað leikinn sjálfan varðar þá gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik en fyrir leik var ljóst að Malmö yrði að vinna á meðan Elfsborg dugði jafntefli. Hákon Rafn var að venju í marki Elfsborgar.Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborgar og Andri Fannar Baldursson hóf leik á miðjunni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 58. mínútu en þá var staðan 1-0 Malmö í vil eftir að Isaac Kiese Thelin skoraði úr vítaspyrnu mínútu áður. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni. 1-0 MFF! Isaac Kiese Thelin från straffpunkten Se guldmatchen på Kanal 5 och https://t.co/uNHyZMX7Pl pic.twitter.com/qmOSMFhjfJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Markið sem Thelin skoraði á 58. mínútu reyndist eina mark leiksins og þýddi það að Malmö stökk upp fyrir Elfsborg með betri markatölu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Malmö og liðið því Svíþjóðarmeistari því markatala liðsins var +35 á meðan hún var +33 hjá Elfsborg. MALMÖ FF ÄR SVENSKA MÄSTARE 2023! pic.twitter.com/Tvie0XQfcr— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Sirius og Norrköping mættust í Íslendingaslag þar sem Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr var tekinn af velli á 70. mínútu en Sirius vann 2-0 sigur. Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en fór meiddur af velli á 20. mínútu. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum tókst Sirius að enda fyrir ofan Norrköping en liðin luku leik í 8. og 9. sæti. Sirus með 42 stig en Norrköping 41 stig. Ari Skulason efter sista matchen i karriären: "Det har varit en ära att få jobba som fotbollsspelare i 20 år, otroligt kul. Men allt har sitt slut" pic.twitter.com/9HxacRGKLj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Kolbeinn Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Gautaborg vann 2-1 útisigur á Varberg. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Þá spilaði Óskar Sverrisson allan leikinn í liði Varberg. Með sigrinum tryggði Gautaborg sæti sitt í deildinni en liðið endaði í 13. sæti með 34 stig. Varberg var löngu fallaði og endaði í botnsætinu með aðeins 15 stig. | JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!#ifkgbg pic.twitter.com/FdMkKdAfxZ— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 12, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverði Kalmar sem vann 2-1 sigur á Djurgården. Kalmar endaði í 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Varnamo sem endaði sæti ofar en verri markatölu. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Leikurinn tafðist gríðarlega og var þar sem stuðningsfólk Elfsborg byrjaði að brenna öryggisnetið fyrir aftan markið. Síðan kveikti stuðningsfólk Malmö á svo mörgum blysum að brunakerfi vallarins fór í gang. Alls var 45 mínútna bið frá því að fyrri hálfleik lauk og sá síðari hófst. We ve been waiting for the second half for over 45 min now I think. First Elfsborg fans were burning the security net then when the players finally came out Malmö fans had a pyro show so big the fire alarm has now gone off and telling people to leave the stadium pic.twitter.com/OlaUG88h30— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) November 12, 2023 Aðrir leikir voru því löngu búnir þegar toppliðin tvö áttu enn eftir að skera úr um hvort myndi standa uppi sem Svíþjóðarmeistari. Hvað leikinn sjálfan varðar þá gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik en fyrir leik var ljóst að Malmö yrði að vinna á meðan Elfsborg dugði jafntefli. Hákon Rafn var að venju í marki Elfsborgar.Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborgar og Andri Fannar Baldursson hóf leik á miðjunni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 58. mínútu en þá var staðan 1-0 Malmö í vil eftir að Isaac Kiese Thelin skoraði úr vítaspyrnu mínútu áður. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni. 1-0 MFF! Isaac Kiese Thelin från straffpunkten Se guldmatchen på Kanal 5 och https://t.co/uNHyZMX7Pl pic.twitter.com/qmOSMFhjfJ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Markið sem Thelin skoraði á 58. mínútu reyndist eina mark leiksins og þýddi það að Malmö stökk upp fyrir Elfsborg með betri markatölu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Malmö og liðið því Svíþjóðarmeistari því markatala liðsins var +35 á meðan hún var +33 hjá Elfsborg. MALMÖ FF ÄR SVENSKA MÄSTARE 2023! pic.twitter.com/Tvie0XQfcr— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Sirius og Norrköping mættust í Íslendingaslag þar sem Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson. Ari Freyr var tekinn af velli á 70. mínútu en Sirius vann 2-0 sigur. Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius en fór meiddur af velli á 20. mínútu. Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum tókst Sirius að enda fyrir ofan Norrköping en liðin luku leik í 8. og 9. sæti. Sirus með 42 stig en Norrköping 41 stig. Ari Skulason efter sista matchen i karriären: "Det har varit en ära att få jobba som fotbollsspelare i 20 år, otroligt kul. Men allt har sitt slut" pic.twitter.com/9HxacRGKLj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 12, 2023 Kolbeinn Þórðarson nældi sér í gult spjald þegar Gautaborg vann 2-1 útisigur á Varberg. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Þá spilaði Óskar Sverrisson allan leikinn í liði Varberg. Með sigrinum tryggði Gautaborg sæti sitt í deildinni en liðið endaði í 13. sæti með 34 stig. Varberg var löngu fallaði og endaði í botnsætinu með aðeins 15 stig. | JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA!!!#ifkgbg pic.twitter.com/FdMkKdAfxZ— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 12, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í vinstri bakverði Kalmar sem vann 2-1 sigur á Djurgården. Kalmar endaði í 6. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Varnamo sem endaði sæti ofar en verri markatölu.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira