„Þetta verður langstærsti leikurinn á mínum ferli“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 07:01 Hákon Rafn hefur átt mjög gott tímabil með Elfsborg sem gæti orðið sænskur meistari í knattspyrnu á morgun. Vísir Íslendingalið Elfsborgar spilar hreinan úrslitaleik um sænska meistaratitilinn í dag. Spennan er eðli málsins samkvæmt afar mikil en þrír Íslendingar leik með Elfsborg. Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið á meðal bestu leikmanna tímabilsins í Svíþjóð er hann hefur staðið vaktina á milli stanganna hjá Elfsborg í sumar. Andri Fannar Baldursson og Sveinn Aron Guðjohnsen eru einnig leikmenn liðsins sem mætir Malmö í hreinum úrslitaleik um sænska meistaratitilinn í dag. Elfsborg dugir jafntefli í leiknum á eftir en Malmö ekkert nema sigur. „Þetta verður geggjaður leikur. Við spilum aðeins öðruvísi eins og er kannski búið að tala um einhvers staðar. Þeir eru mjög mikið með boltann í leikjum. Við erum meira að verjast og með skyndisóknir. Fyrri leikurinn gegn Malmö í sumar spilaðist mjög vel fyrir okkur og við unnum þá hérna heima 3-0. Þetta verður allt annar leikur,“ segir Hákon en hann segir að liðið hafi misst þrjá byrjunarliðsleikmenn síðan í fyrri leiknum. Hann segir þetta vera sinn stærsta leik á ferlinum. „Jú, 100%. Þetta verður langstærsti leikurinn á mínum ferli. Ég vona að það gangi vel og við vinnum þennan leik.“ Elfsborg hefur orðið meistari sex sinnum og vann síðast árið 2012 en Malmö er sigursælasta liðið í Svíþjóð. „Ég held það séu allir mjög spenntir fyrir því að geta unnið deildina. Það er búið að tala um það síðustu tvo mánuði að þetta gæti verið árið sem Elfsborg vinnur deildina. Ég er samt ekkert að pæla í því.“ Alla frétt Vals Páls Eiríkssonar frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi og viðtal hans við Hákon má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Sænski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið á meðal bestu leikmanna tímabilsins í Svíþjóð er hann hefur staðið vaktina á milli stanganna hjá Elfsborg í sumar. Andri Fannar Baldursson og Sveinn Aron Guðjohnsen eru einnig leikmenn liðsins sem mætir Malmö í hreinum úrslitaleik um sænska meistaratitilinn í dag. Elfsborg dugir jafntefli í leiknum á eftir en Malmö ekkert nema sigur. „Þetta verður geggjaður leikur. Við spilum aðeins öðruvísi eins og er kannski búið að tala um einhvers staðar. Þeir eru mjög mikið með boltann í leikjum. Við erum meira að verjast og með skyndisóknir. Fyrri leikurinn gegn Malmö í sumar spilaðist mjög vel fyrir okkur og við unnum þá hérna heima 3-0. Þetta verður allt annar leikur,“ segir Hákon en hann segir að liðið hafi misst þrjá byrjunarliðsleikmenn síðan í fyrri leiknum. Hann segir þetta vera sinn stærsta leik á ferlinum. „Jú, 100%. Þetta verður langstærsti leikurinn á mínum ferli. Ég vona að það gangi vel og við vinnum þennan leik.“ Elfsborg hefur orðið meistari sex sinnum og vann síðast árið 2012 en Malmö er sigursælasta liðið í Svíþjóð. „Ég held það séu allir mjög spenntir fyrir því að geta unnið deildina. Það er búið að tala um það síðustu tvo mánuði að þetta gæti verið árið sem Elfsborg vinnur deildina. Ég er samt ekkert að pæla í því.“ Alla frétt Vals Páls Eiríkssonar frá því í Sportpakkanum í gærkvöldi og viðtal hans við Hákon má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Sænski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira