Hundrað grunnskólanemar keppa í byggingu LEGO Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 14:52 Liðin takast á við fjölbreytt verkefni. ©Kristinn Ingvarsson Ríflega 100 grunnskólanemar á aldrinum 10 til 16 ára alls staðar af landinu taka um helgina þátt í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem fram fer í Háskólabíói í dag. Keppnin var opnuð almenningi eftir hádegi og þá jafnframt í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í bíóinu. Alls eru sextán lið grunnskólanema skráð til leiks að þessu sinni, þar á meðal nokkur lið sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Í þeirra hópi er lið frá STEM Húsavík sem er fyrsta þverfaglega STEM fræðslunetið á Íslandi með áherslu á samfélagsþátttöku. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina en markmið hennar er að auka áhuga ungs fólks á tækni og vísindum og efla færni og lausnarmiðaða hugsun. Í keppninni reynir á nýsköpunarhugsun og samskipta- og samstarfshæfni liða en um leið er ætlunin að byggja upp sjálfstraust ungs fólks. Engin smá bygging. ©Kristinn Ingvarsson Keppnin skiptist í nokkra hluta þar sem þátttökulið glíma við fjölbreytt verkefni, þar á meðal að forrita vélmenni úr tölvustýrðu LEGOi til að leysa tilteknar þrautir á þrautabraut. Þá vinna liðin nýsköpunarverkefni sem tengist þema keppninnar í ár, en að þessu sinni er það tengt samspili vísinda og tækni við listir og menningu og ber heitið Meistaraverkefni (MASTERPIECE). ©Kristinn Ingvarsson Þannig munu keppnisliðin kanna listheiminn, hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar og ímyndunaraflinu við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan. Auk framangreinds þurfa keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau hanna og forrita vélmennið og loks er horft sérstaklega til liðsheildar. Það getur tekið á að keppa. ©Kristinn Ingvarsson Sigurvegurum í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League býðst að taka þátt í norrænni keppni FIRST LEGO League síðar í vetur. Valið stendur á milli Skandinavísku keppninnar í Noregi, þar sem norsk og sænsk lið taka þátt, og Dönsku lokakeppninnar þar sem dönsk og færeysk lið etja kappi. Tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League hófst klukkan 9.30 og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu: https://vimeo.com/event/3859712. Börn og uppeldi Krakkar Grunnskólar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Alls eru sextán lið grunnskólanema skráð til leiks að þessu sinni, þar á meðal nokkur lið sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Í þeirra hópi er lið frá STEM Húsavík sem er fyrsta þverfaglega STEM fræðslunetið á Íslandi með áherslu á samfélagsþátttöku. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina en markmið hennar er að auka áhuga ungs fólks á tækni og vísindum og efla færni og lausnarmiðaða hugsun. Í keppninni reynir á nýsköpunarhugsun og samskipta- og samstarfshæfni liða en um leið er ætlunin að byggja upp sjálfstraust ungs fólks. Engin smá bygging. ©Kristinn Ingvarsson Keppnin skiptist í nokkra hluta þar sem þátttökulið glíma við fjölbreytt verkefni, þar á meðal að forrita vélmenni úr tölvustýrðu LEGOi til að leysa tilteknar þrautir á þrautabraut. Þá vinna liðin nýsköpunarverkefni sem tengist þema keppninnar í ár, en að þessu sinni er það tengt samspili vísinda og tækni við listir og menningu og ber heitið Meistaraverkefni (MASTERPIECE). ©Kristinn Ingvarsson Þannig munu keppnisliðin kanna listheiminn, hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar og ímyndunaraflinu við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan. Auk framangreinds þurfa keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau hanna og forrita vélmennið og loks er horft sérstaklega til liðsheildar. Það getur tekið á að keppa. ©Kristinn Ingvarsson Sigurvegurum í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League býðst að taka þátt í norrænni keppni FIRST LEGO League síðar í vetur. Valið stendur á milli Skandinavísku keppninnar í Noregi, þar sem norsk og sænsk lið taka þátt, og Dönsku lokakeppninnar þar sem dönsk og færeysk lið etja kappi. Tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League hófst klukkan 9.30 og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu: https://vimeo.com/event/3859712.
Börn og uppeldi Krakkar Grunnskólar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira