Innlent

Slökktu eld í Svarts­engi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
HS orka er staðsett við Bláa lónið í Svartsengi.
HS orka er staðsett við Bláa lónið í Svartsengi. vísir/vilhelm

Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík.

Einar segir að vaktmenn á svæðinu hafi brugðist skjótt við og náð að ráðast á eldinn í uppafhi. Svo hafi slökkviliðið í Grindavík mætt á svæðið og náð tökum á eldnum.

Hann segir óljóst um eldsupptök.

Einar segir nóg að gera hjá slökkviliðinu í Grindavík í kvöld í verkefnum af öllum toga. 

Aðspurður hefur hann heyrt af skemmdum á húsnæði í Grindavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×