Sextíu prósent karlmanna hlynntir kvennaverkfallinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 15:28 Frá samstöðufundinum á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm Rúmlega 35 prósent kvenna sóttu samstöðufund Kvennaverkfallsins á Arnarhóli eða annars staðar á landinu. Mikill meirihluti landsmanna var hlynntur aðgerðunum. Sex af hverjum tíu körlum voru hlynntir aðgerðum en um fjórtán prósent þeirra andvígir. Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal
Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent