Mótmæla breytingum á leikskólagjöldum á Akureyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 13:40 Breytingarnar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri taka gildi eftir áramót. Vísir/Arnar Stéttarfélög á Akureyri saka meirihlutann í bænum um sjónhverfingar í leikskólamálum vegna breytinga á fyrirkomulagi leikskólagjalda fyrir árið 2024. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu sem sjö stéttarfélög skrifa undir. Líkt og Vísir greindi frá í gær voru breytingarnar kynntar á upplýsingafundum á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu síðastliðinn þriðjudag. Tvennum sögum fer af því hvernig fundurinn var. Umræddar breytingar fela í sér gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir á dag, frá 8:00 til 14:00. Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sagði fundinn hræðilegan í samtali við Akureyri.net. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, sagði í samtali við Vísi að fundurinn hefði verið góður og upplýsandi. Hann segir að barnafólki gefist ýmis kostur á að lækka gjöldin. Þjónusta flestra verði dýrari Í tilkynningu stéttarfélaganna segir að útspil bæjarstjórnar virðist einungis vera sjónhverfing því þjónusta sem um 95 prósenta foreldra nýti sér núna muni hækka allverulega um áramótin. Segja félögin að útfærslan muni koma barnafólki illa sama hvar það sé staðsett í tekjustiga. „Fólk með fasta viðveru á lægri launum með mörg börn hafa ekki sama sveigjanleika nema minnka við sig vinnu og eru konur mun líklegri til að minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartímann. Það er mikið og erfitt kjaftshögg eftir frábært kvennaverkfall að Akureyrarbær sé að pressa á konur til að vera í hlutastörfum.“ Mótmæla einnig hækkun almennra álaga Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri segjast mótmæla því aharðlega að verið sé að taka upp gjaldtöku sem stuðli að ójafnrétti kynjanna. Þá segjast þau einnig mótmæla því harðlega að almenn álög á bæjarbúa muni hækka um níu prósent um næstu áramót. „Þetta er mjög vont innlegg í vaxta og verðbólguumhverfið sem við búum við í dag og hvetjum við því Akureyrarbæ til að endurhugsa þessar hækkanir og sýna ábyrgð í baráttunni við að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Byggiðn – Félag byggingamanna, Eining-Iðja, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Kjölur - Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Rafiðnaðarfélag Norðurlands og Sjómannafélag Eyjafjarðar. Akureyri Leikskólar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær voru breytingarnar kynntar á upplýsingafundum á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu síðastliðinn þriðjudag. Tvennum sögum fer af því hvernig fundurinn var. Umræddar breytingar fela í sér gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir á dag, frá 8:00 til 14:00. Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sagði fundinn hræðilegan í samtali við Akureyri.net. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, sagði í samtali við Vísi að fundurinn hefði verið góður og upplýsandi. Hann segir að barnafólki gefist ýmis kostur á að lækka gjöldin. Þjónusta flestra verði dýrari Í tilkynningu stéttarfélaganna segir að útspil bæjarstjórnar virðist einungis vera sjónhverfing því þjónusta sem um 95 prósenta foreldra nýti sér núna muni hækka allverulega um áramótin. Segja félögin að útfærslan muni koma barnafólki illa sama hvar það sé staðsett í tekjustiga. „Fólk með fasta viðveru á lægri launum með mörg börn hafa ekki sama sveigjanleika nema minnka við sig vinnu og eru konur mun líklegri til að minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartímann. Það er mikið og erfitt kjaftshögg eftir frábært kvennaverkfall að Akureyrarbær sé að pressa á konur til að vera í hlutastörfum.“ Mótmæla einnig hækkun almennra álaga Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri segjast mótmæla því aharðlega að verið sé að taka upp gjaldtöku sem stuðli að ójafnrétti kynjanna. Þá segjast þau einnig mótmæla því harðlega að almenn álög á bæjarbúa muni hækka um níu prósent um næstu áramót. „Þetta er mjög vont innlegg í vaxta og verðbólguumhverfið sem við búum við í dag og hvetjum við því Akureyrarbæ til að endurhugsa þessar hækkanir og sýna ábyrgð í baráttunni við að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Byggiðn – Félag byggingamanna, Eining-Iðja, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Kjölur - Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Rafiðnaðarfélag Norðurlands og Sjómannafélag Eyjafjarðar.
Akureyri Leikskólar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira