Mótmæla breytingum á leikskólagjöldum á Akureyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 13:40 Breytingarnar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri taka gildi eftir áramót. Vísir/Arnar Stéttarfélög á Akureyri saka meirihlutann í bænum um sjónhverfingar í leikskólamálum vegna breytinga á fyrirkomulagi leikskólagjalda fyrir árið 2024. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu sem sjö stéttarfélög skrifa undir. Líkt og Vísir greindi frá í gær voru breytingarnar kynntar á upplýsingafundum á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu síðastliðinn þriðjudag. Tvennum sögum fer af því hvernig fundurinn var. Umræddar breytingar fela í sér gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir á dag, frá 8:00 til 14:00. Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sagði fundinn hræðilegan í samtali við Akureyri.net. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, sagði í samtali við Vísi að fundurinn hefði verið góður og upplýsandi. Hann segir að barnafólki gefist ýmis kostur á að lækka gjöldin. Þjónusta flestra verði dýrari Í tilkynningu stéttarfélaganna segir að útspil bæjarstjórnar virðist einungis vera sjónhverfing því þjónusta sem um 95 prósenta foreldra nýti sér núna muni hækka allverulega um áramótin. Segja félögin að útfærslan muni koma barnafólki illa sama hvar það sé staðsett í tekjustiga. „Fólk með fasta viðveru á lægri launum með mörg börn hafa ekki sama sveigjanleika nema minnka við sig vinnu og eru konur mun líklegri til að minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartímann. Það er mikið og erfitt kjaftshögg eftir frábært kvennaverkfall að Akureyrarbær sé að pressa á konur til að vera í hlutastörfum.“ Mótmæla einnig hækkun almennra álaga Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri segjast mótmæla því aharðlega að verið sé að taka upp gjaldtöku sem stuðli að ójafnrétti kynjanna. Þá segjast þau einnig mótmæla því harðlega að almenn álög á bæjarbúa muni hækka um níu prósent um næstu áramót. „Þetta er mjög vont innlegg í vaxta og verðbólguumhverfið sem við búum við í dag og hvetjum við því Akureyrarbæ til að endurhugsa þessar hækkanir og sýna ábyrgð í baráttunni við að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Byggiðn – Félag byggingamanna, Eining-Iðja, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Kjölur - Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Rafiðnaðarfélag Norðurlands og Sjómannafélag Eyjafjarðar. Akureyri Leikskólar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær voru breytingarnar kynntar á upplýsingafundum á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu síðastliðinn þriðjudag. Tvennum sögum fer af því hvernig fundurinn var. Umræddar breytingar fela í sér gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir á dag, frá 8:00 til 14:00. Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sagði fundinn hræðilegan í samtali við Akureyri.net. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, sagði í samtali við Vísi að fundurinn hefði verið góður og upplýsandi. Hann segir að barnafólki gefist ýmis kostur á að lækka gjöldin. Þjónusta flestra verði dýrari Í tilkynningu stéttarfélaganna segir að útspil bæjarstjórnar virðist einungis vera sjónhverfing því þjónusta sem um 95 prósenta foreldra nýti sér núna muni hækka allverulega um áramótin. Segja félögin að útfærslan muni koma barnafólki illa sama hvar það sé staðsett í tekjustiga. „Fólk með fasta viðveru á lægri launum með mörg börn hafa ekki sama sveigjanleika nema minnka við sig vinnu og eru konur mun líklegri til að minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartímann. Það er mikið og erfitt kjaftshögg eftir frábært kvennaverkfall að Akureyrarbær sé að pressa á konur til að vera í hlutastörfum.“ Mótmæla einnig hækkun almennra álaga Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri segjast mótmæla því aharðlega að verið sé að taka upp gjaldtöku sem stuðli að ójafnrétti kynjanna. Þá segjast þau einnig mótmæla því harðlega að almenn álög á bæjarbúa muni hækka um níu prósent um næstu áramót. „Þetta er mjög vont innlegg í vaxta og verðbólguumhverfið sem við búum við í dag og hvetjum við því Akureyrarbæ til að endurhugsa þessar hækkanir og sýna ábyrgð í baráttunni við að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Byggiðn – Félag byggingamanna, Eining-Iðja, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Kjölur - Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Rafiðnaðarfélag Norðurlands og Sjómannafélag Eyjafjarðar.
Akureyri Leikskólar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira