Fótbolti

West Ham og Aston Villa með annan fótinn í út­sláttar­keppni eftir sigra kvöldsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lucas Paqueta fagnar markinu sem tryggi West Ham sigurinn.
Lucas Paqueta fagnar markinu sem tryggi West Ham sigurinn. West Ham United FC/Getty Images

Ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Aston Villa eru komin með annan fótinn í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar eftir sigra sína í kvöld.

West Ham vann góðan 1-0 sigur gegn gríska liðinu Olympiacos þar sem Lucas Paqueta skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá James Ward-Prowse.

Eftir sigurinn er liðið nú með níu stig í efsta sæti A-riðils eftir fjóra leiki, líkt og Freiburg, fimm stigum fyrir ofan Olympiacos þegar aðeins tveir leikir eru eftir af riðlakeppninni.

Þá vann Aston Villa sterkan 2-1 endurkomusigur gegn hollenska liðinu AZ Alkmaar eftir að hafa lent 0-1 undir. 

Vangelis Pavlidis kom gestunum í forystu á 52. mínútu áður en Diego Carlos jafnaði metin fyrir heimamenn tæpum tíu mínútum síðar.

Ollie Watkins tryggði Aston Villa svo sigur með marki á 81. mínútu og lokatölur urðu 2-1.

Aston Villa situr því í öðru sæti E-riðils Sambandsdeildarinnar með níu stig, jafn mörg og topplið Legia Warszawa, en Zrinjski Mostar og AZ Alkmaar sitja í þriðja og fjórða sæti með þrjú stig hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×