Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 9. nóvember 2023 12:04 Brittney og félagar höfðu ekki skoðað tölvupóstinn og voru því að vonum svekkt að koma að lokuðum dyrum lónsins. Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira
Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira
Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07