Fótbolti

„Ég spilaði náttúru­lega þennan leik en þú varst varla fæddur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Rafn Yeoman og Viktor Karl Einarsson höfðu gaman af en kannski misgaman.
Andri Rafn Yeoman og Viktor Karl Einarsson höfðu gaman af en kannski misgaman. Vísir

Breiðablik mætir í kvöld belgíska liðinu Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og í tilefni af þeir fóru tveir leikmenn liðsins í lauflétta spurningakeppni um Sambandsdeildina.

Leikur Breiðabliks og Gent hefst klukkan 20.00 á Laugardalsvellinum en þetta er næstsíðasti heimaleikur Blika í keppninni.

Andri Rafn Yeoman og Viktor Karl Einarsson reyndu fyrir sér í spurningakeppninni en spurt var út í allt mögulegt tengt keppninni, þeim sjálfum og mótherjunum í kvöld. Útkoman var mjög fróðleg.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um þessar spurningar sem strákarnir reyndu við.

Hvaða tvö lið hafa unnið keppnina í tveggja ára sögu hennar? Hvor ykkar hefur leikið fleiri leiki fyrir Ísland? Hvaða Bliki er annar af þeim sem hefur átt flestar skottilraunir í Sambandsdeildinni? Hvaða Blikar hafa brotið oftast af sér í keppninni?

Í einni spurningunni var spurt út í leik sem Andri Rafn Yeoman spilaði og skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark á Íslandsmeistaraári Blika fyrir þrettán árum. Andri vissi svarið og kom Viktor með því mjög á óvart. „Ég spilaði náttúrulega þennan leik en þú varst varla fæddur,“ sagði Andri léttur.

Andri Rafn fór reyndar á kostum í keppninni og það er ljóst að menn koma ekki að tómum kofanum hjá honum þegar kemur að Sambandsdeildinni.

Það má horfa á spurningakeppnina hér fyrir neðan.

Klippa: Spurningakeppni Blika um Sambandsdeildina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×