Arnar Gunnlaugs og Jóhannes Karl ræddu rauða spjaldið á Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 10:30 Marcus Rashford brosti þegar Donatas Rumsas dómari gaf honum rauða spjaldið. AP/Liselotte Sabroe Manchester United tapaði 4-3 á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í gærkvöldi en liðið var 2-0 yfir og með góð tök á leiknum þegar Marcus Rashford fékk að líta rauða spjaldið eftir aðstoð myndbandsdómara. Meistaradeildarmessan ræddi þetta umdeilda rauða spjald en við það missti United liðið hausinn og alla stjórn á leiknum. Danirnir jöfnuðu fyrst í 2-2 og tryggðu sér sigurinn síðan með tveimur mörkum undir lokin. „Þetta rauða spjald á Rashford. Var þetta réttur dómur, Jóhannes Karl,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Ég held að það sé mjög erfitt að segja það en þegar þetta er skoðað hægt og skoðað aftur og aftur, þá stígur hann á hann og fylgir vel í gegn,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Rashford hefur verið sakaður um að vera ekki nógu duglegur varnarlega og nenna ekki að pressa. Þarna virðist hann vera vel agressífur í því en kannski aðeins of agressífur. Hann er aldrei að horfa á hann og hann er aldrei að reyna þetta,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann er bara að reyna að stíga hann út, er bara óheppinn finnst mér og lendir á löppinni á honum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Þetta er óheppni og það er alveg rétt hjá Arnari. Ég get samt alveg skilið að dómarinn gefi rautt spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes. „Mér finnst þetta merki um skilningsleysi hjá dómaranum að hafa gefið rautt spjald þarna,“ sagði Arnar. Messan fór líka yfir vítið sem var dæmt á Manchester United eftir aðra aðstoð frá myndbandsdómurum. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan: Umræða um rauða spjaldið á Rashford Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Meistaradeildarmessan ræddi þetta umdeilda rauða spjald en við það missti United liðið hausinn og alla stjórn á leiknum. Danirnir jöfnuðu fyrst í 2-2 og tryggðu sér sigurinn síðan með tveimur mörkum undir lokin. „Þetta rauða spjald á Rashford. Var þetta réttur dómur, Jóhannes Karl,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Ég held að það sé mjög erfitt að segja það en þegar þetta er skoðað hægt og skoðað aftur og aftur, þá stígur hann á hann og fylgir vel í gegn,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Rashford hefur verið sakaður um að vera ekki nógu duglegur varnarlega og nenna ekki að pressa. Þarna virðist hann vera vel agressífur í því en kannski aðeins of agressífur. Hann er aldrei að horfa á hann og hann er aldrei að reyna þetta,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann er bara að reyna að stíga hann út, er bara óheppinn finnst mér og lendir á löppinni á honum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Þetta er óheppni og það er alveg rétt hjá Arnari. Ég get samt alveg skilið að dómarinn gefi rautt spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes. „Mér finnst þetta merki um skilningsleysi hjá dómaranum að hafa gefið rautt spjald þarna,“ sagði Arnar. Messan fór líka yfir vítið sem var dæmt á Manchester United eftir aðra aðstoð frá myndbandsdómurum. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan: Umræða um rauða spjaldið á Rashford
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira