Segir að VAR sé að breyta fótboltanum í tölvuleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2023 16:00 Ivan Kruzliak rekur Daizen Maeda af velli í leik Atlético Madrid og Celtic í gær. getty/Isabel Infantes Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, segir að verið sé að breyta fótboltanum í tölvuleik með myndbandsdómgæslunni (VAR). Daizen Maeda, leikmaður Celtic, var rekinn af velli þegar skosku meistararnir steinlágu fyrir Atlético Madrid, 6-0, í Meistaradeild Evrópu í gær. Maeda fékk upphaflega gult spjald fyrir að tækla Mario Hermoso en eftir skoðun á myndbandi var refsingin þyngd. Þegar Maeda tæklaði Hermoso stukku Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, og félagar hans á varamannabekk spænska liðsins upp og kröfðust þess að Japaninn yrði rekinn af velli. Rodgers segir að viðbrögð Atlético-manna hafi haft áhrif á ákvörðun dómarans Ivans Kruzliak að sýna Maeda rauða spjaldið. „Engin spurningin,“ sagði Rodgers og fór svo að tala um áhrif VAR á fótboltann. „Ég vil ekki halda áfram að tala um dómarana. Þú verður að sætta þig við ákvarðanir þeirra. En núna er þetta farið að vera eins og tölvuleikur þar sem það er endalaust verið að stara á skjá. Þegar dómarar horfa á atvik á skjá gefur það ekki rétta mynd af því. Þetta var stillimynd af honum með fótinn uppi sem plantar hugmynd í kollinn á dómaranum og þá ákveður hann að reka leikmanninn út af.“ Celtic hefur aðeins fengið eitt stig í Meistaradeildinni í vetur og er í fjórða og neðsta sæti E-riðils. Atlético er á toppi riðilsins með átta stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Daizen Maeda, leikmaður Celtic, var rekinn af velli þegar skosku meistararnir steinlágu fyrir Atlético Madrid, 6-0, í Meistaradeild Evrópu í gær. Maeda fékk upphaflega gult spjald fyrir að tækla Mario Hermoso en eftir skoðun á myndbandi var refsingin þyngd. Þegar Maeda tæklaði Hermoso stukku Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, og félagar hans á varamannabekk spænska liðsins upp og kröfðust þess að Japaninn yrði rekinn af velli. Rodgers segir að viðbrögð Atlético-manna hafi haft áhrif á ákvörðun dómarans Ivans Kruzliak að sýna Maeda rauða spjaldið. „Engin spurningin,“ sagði Rodgers og fór svo að tala um áhrif VAR á fótboltann. „Ég vil ekki halda áfram að tala um dómarana. Þú verður að sætta þig við ákvarðanir þeirra. En núna er þetta farið að vera eins og tölvuleikur þar sem það er endalaust verið að stara á skjá. Þegar dómarar horfa á atvik á skjá gefur það ekki rétta mynd af því. Þetta var stillimynd af honum með fótinn uppi sem plantar hugmynd í kollinn á dómaranum og þá ákveður hann að reka leikmanninn út af.“ Celtic hefur aðeins fengið eitt stig í Meistaradeildinni í vetur og er í fjórða og neðsta sæti E-riðils. Atlético er á toppi riðilsins með átta stig.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira