Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:01 Tlaib var harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi mynskeiði í síðustu viku þar sem mótmælendur hrópuðu ítrekað „frá á til sjávar“. AP/Amanda Andrade-Rhoades Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira