Grýttu platpeningum í „Dollarumma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 21:00 Gianluigi Donnarumma tekur upp platpeningana sem kastað var í hann. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar AC Milan tók á móti París Saint-German í Meistaradeild Evrópu. Stuðningsfólk heimaliðsins tók „vel“ á móti Donnarumma. Donnarumma er enn aðeins 24 ára gamall en spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið AC Milan þann 25. október 2015. Hann var aðalmarkvörður liðsins allt til 2021 þegar hann samdi við PSG á frjálsri sölu. Donnarumma spilaði 251 leik fyrir AC Milan en sumt stuðningsfólk félagsins vill meina að leikirnir hefðu átt að vera mun fleiri. Það telur að Donnarumma hafi á vissan hátt svikið AC Milan fyrir peningana í París. Það er þess vegna sem fjöldi fólks mun mæta með platpeninga á leik kvöldsins í von um að geta látið þá rigna yfir ítalska markvörðinn. AC Milan fans will throw these fake bank notes at Donnarumma tonight at San Siro as they felt betrayed when he left the club as free agent to join PSG more than two years ago. pic.twitter.com/KyWubSZFcl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 Stuðningsfólk Milan stóð við stóru orðin og lét peningunum rigna yfir Donnarumma. Var nafninu hans snúið upp í orðagrín enda stóð „Dollarumma.“ Þá var hann einnig kallaður málaliði. 'Dollarumma' Milan fans welcome Gianluigi Donnarumma back to the San Siro pic.twitter.com/UrEynLqGu5— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Markvörðurinn hefur til þessa spilað 86 leiki fyrir PSG en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2026. Hann verður þá aðeins 27 ára gamall. Leik kvöldsins lauk með 2-1 sigri AC Milan. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Donnarumma er enn aðeins 24 ára gamall en spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið AC Milan þann 25. október 2015. Hann var aðalmarkvörður liðsins allt til 2021 þegar hann samdi við PSG á frjálsri sölu. Donnarumma spilaði 251 leik fyrir AC Milan en sumt stuðningsfólk félagsins vill meina að leikirnir hefðu átt að vera mun fleiri. Það telur að Donnarumma hafi á vissan hátt svikið AC Milan fyrir peningana í París. Það er þess vegna sem fjöldi fólks mun mæta með platpeninga á leik kvöldsins í von um að geta látið þá rigna yfir ítalska markvörðinn. AC Milan fans will throw these fake bank notes at Donnarumma tonight at San Siro as they felt betrayed when he left the club as free agent to join PSG more than two years ago. pic.twitter.com/KyWubSZFcl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 Stuðningsfólk Milan stóð við stóru orðin og lét peningunum rigna yfir Donnarumma. Var nafninu hans snúið upp í orðagrín enda stóð „Dollarumma.“ Þá var hann einnig kallaður málaliði. 'Dollarumma' Milan fans welcome Gianluigi Donnarumma back to the San Siro pic.twitter.com/UrEynLqGu5— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Markvörðurinn hefur til þessa spilað 86 leiki fyrir PSG en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2026. Hann verður þá aðeins 27 ára gamall. Leik kvöldsins lauk með 2-1 sigri AC Milan. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30