„Staðan á Austurlandi er mjög viðkvæm“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 12:56 Staðan á Austurlandi er viðkvæm á meðan unnið er að viðgerðum á tveimur aðallínum Austurlands. Landsnet Víðtækt rafmagnsleysi varð á Austurlandi í gærkvöldi og nótt þegar tvær aðalraflínurnur á Austurlandi löskuðust vegna ísingar. Rafmagn er komið aftur á eftir bráðabirgðaviðgerð í nótt en staðan er og verður áfram viðkvæm í landshlutanum á meðan á viðgerð stendur og rafmagnstruflanir gætu orðið. Fyrst fór rafmagnið af á Egilstöðum í gærkvöldi en í nótt varð síðan mun umfangsmeira rafmagnsleysi þegar stór hluti Austurlands sló út. Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það var rafmagnslaust á öllu Austurlandi og það var rafmagnslaust í hátt í tvo tíma og ástæðan fyrir því var að við vorum með tvær línur úti, Fljótsdalslínu 2 sem laskaðist mjög mikið í þessari ísingu og svo Teigarhornslínu 1 þannig að við vorum með tvær aðallínurnar á Austurlandi bilaðar og það er ástæðan fyrir því að það varð svona víðtækt rafmagnsleysi.“ Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets. Ráðist var í bráðabirgðaviðgerðir í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Fljótsdalslína 2 er enn löskuð og þarfnast viðgerðar. „Rafmagn var alls staðar komið á undir morgun en eftir stendur að við erum með bilaðar línur sem við þurfum að fara í viðgerðir á í dag og við erum nú þegar byrjuð á viðgerð á Teigarhornslínu 1 en staðan á Austurlandi er mjög viðkvæm eins og stendur og það gætu orðið rafmagnstruflanir í dag á meðan á viðgerðum stendur.“ Steinunn bendir á að í ljósi þess að skemmdir eru enn á línunum gætu rafmagnstruflanir orðið. Því sé rétt að fylgjast vel með þróun mála á heimasíðu Landsnets þar sem upplýsingar verða birtar um leið og rafmagnstruflana gætir. Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Rafmagn komið á fyrir austan Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1. 7. nóvember 2023 07:35 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira
Fyrst fór rafmagnið af á Egilstöðum í gærkvöldi en í nótt varð síðan mun umfangsmeira rafmagnsleysi þegar stór hluti Austurlands sló út. Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það var rafmagnslaust á öllu Austurlandi og það var rafmagnslaust í hátt í tvo tíma og ástæðan fyrir því var að við vorum með tvær línur úti, Fljótsdalslínu 2 sem laskaðist mjög mikið í þessari ísingu og svo Teigarhornslínu 1 þannig að við vorum með tvær aðallínurnar á Austurlandi bilaðar og það er ástæðan fyrir því að það varð svona víðtækt rafmagnsleysi.“ Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets. Ráðist var í bráðabirgðaviðgerðir í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Fljótsdalslína 2 er enn löskuð og þarfnast viðgerðar. „Rafmagn var alls staðar komið á undir morgun en eftir stendur að við erum með bilaðar línur sem við þurfum að fara í viðgerðir á í dag og við erum nú þegar byrjuð á viðgerð á Teigarhornslínu 1 en staðan á Austurlandi er mjög viðkvæm eins og stendur og það gætu orðið rafmagnstruflanir í dag á meðan á viðgerðum stendur.“ Steinunn bendir á að í ljósi þess að skemmdir eru enn á línunum gætu rafmagnstruflanir orðið. Því sé rétt að fylgjast vel með þróun mála á heimasíðu Landsnets þar sem upplýsingar verða birtar um leið og rafmagnstruflana gætir.
Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Rafmagn komið á fyrir austan Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1. 7. nóvember 2023 07:35 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Sjá meira
Rafmagn komið á fyrir austan Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1. 7. nóvember 2023 07:35