Segir yfirlýsingu Arsenal hættulega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 09:31 Anthony Gordon skorar sigurmark Newcastle United gegn Arsenal. Það var umdeilt í meira lagi. getty/Stu Forster Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og fótboltasérfræðingur Sky Sports, telur að yfirlýsing Arsenal vegna dómgæslu sé hættuleg. Eftir 1-0 tapið fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn gagnrýndi Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, dómgæsluna harðlega. Mark Newcastle var dæmt gilt eftir að hafa verið margskoðað á myndbandi. Arsenal tók svo undir gagnrýni hans í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér daginn eftir. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Liverpool sendi frá sér svipaða yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum eftir leik gegn Tottenham. Neville telur yfirlýsingar sem þessar skaðlegar. „Mér fannst yfirlýsing Liverpool nokkuð hættuleg sem og yfirlýsing Arsenal,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. Hann segir að enska úrvalsdeildin verði að vernda dómara. „Félög verða að hegða sér betur í þessum aðstæðum og ég horfi á ensku úrvalsdeildina, sérstaklega forystu hennar, því við verðum að byrja að vernda dómara. Til að byrja með var ég mjög spenntur fyrir auknu gagnsæi og því að dómarar útskýrðu ákvarðanir sínar.“ Neville segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Arsenal í þessu máli. „Arsenal er félag með mikla sögu og ætti að hegða sér betur. Þeir eiga eftir að sjá eftir þessari yfirlýsingu eftir nokkur ár,“ sagði Neville. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Eftir 1-0 tapið fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn gagnrýndi Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, dómgæsluna harðlega. Mark Newcastle var dæmt gilt eftir að hafa verið margskoðað á myndbandi. Arsenal tók svo undir gagnrýni hans í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér daginn eftir. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Liverpool sendi frá sér svipaða yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum eftir leik gegn Tottenham. Neville telur yfirlýsingar sem þessar skaðlegar. „Mér fannst yfirlýsing Liverpool nokkuð hættuleg sem og yfirlýsing Arsenal,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. Hann segir að enska úrvalsdeildin verði að vernda dómara. „Félög verða að hegða sér betur í þessum aðstæðum og ég horfi á ensku úrvalsdeildina, sérstaklega forystu hennar, því við verðum að byrja að vernda dómara. Til að byrja með var ég mjög spenntur fyrir auknu gagnsæi og því að dómarar útskýrðu ákvarðanir sínar.“ Neville segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Arsenal í þessu máli. „Arsenal er félag með mikla sögu og ætti að hegða sér betur. Þeir eiga eftir að sjá eftir þessari yfirlýsingu eftir nokkur ár,“ sagði Neville. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira