Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 11:52 Íbúar á Reykjanesi eru beðnir um að tapa ekki gleðinni en vera reiðubúnir þó ef eitthvað kemur upp. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu. Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira