Vefmyndavélin er á Þorbirni og útsýnið er yfir Bláa lónið og Reykjanesskaga.Vísir/Egill
Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur töluverður hraði verið á landrisi við Þorbjörn. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu, þar sem sjá má útsýnið af Þorbirni, yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann annars vegar og svo Grindavík hinsvegar.
Fjölmargir jarðskjálftar hafa mælst síðustu daga og mælist þensla á nokkurra kílómetra dýpi undir Þorbirni. Það er talið vera til marks um kvikusöfnun. Sérfræðingar fylgjast vel með ástandinu og Veðurstofan stendur vaktina allan sólarhringinn.
Vefmyndavélarnar eru uppi á Þorbirni og vísar önnur í átt að Bláa lóninu en hin í átt að Grindavík.
Á myndinni sjást gróflega áætlaðar útlínur innskotsins.Skjáskot/Veðurstofan
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.