Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2023 11:44 Málið gæti haft mikil áhrif á vinnumarkað. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. Flugvirkinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til Ísrael og Sadí Arabíu árið 2018. Flugin sem málið varða voru því til og frá Íslandi til þeirra landa. Landsréttur dæmdi ríkið til þess að greiða honum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt hans til greiðslu launa voru honum dæmdar 3,6 milljónir króna. Í málinu hafði verið leitað til EFTA-dómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að í máli sem þessu myndu ferðalög teljast til vinnutíma. „Sá tími sem fer til ferðalaga starfsmanns, eins og stefnanda í máli því sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi starf sitt eða skyldur á umræddum öðrum stað, að kröfu vinnuveitanda, telst „vinnutími“,“ sagði í svari dómstólsins. Muni að óbreyttu leiða til kerfisbreytingar Íslenska ríkið vill ekki una þessari niðurstöðu Landsréttar og fór fram á áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar á þeim forsendum að niðurstaða í málinu sé fordæmisgefandi. Ríkið byggði á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Niðurstaða Landsréttar breyti áratugalangri framkvæmd við ákvörðun vinnutíma og muni að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar. Um fordæmisgefandi mál sé að ræða sem hafi almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og fyrir samfélagið í heild sinni. Þá telji ríkið vafa leika á því hvort dómur Landsréttar sé réttur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á hugtakinu vinnutími. Beiðnin var því samþykkt. Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Flugvirkinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til Ísrael og Sadí Arabíu árið 2018. Flugin sem málið varða voru því til og frá Íslandi til þeirra landa. Landsréttur dæmdi ríkið til þess að greiða honum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt hans til greiðslu launa voru honum dæmdar 3,6 milljónir króna. Í málinu hafði verið leitað til EFTA-dómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að í máli sem þessu myndu ferðalög teljast til vinnutíma. „Sá tími sem fer til ferðalaga starfsmanns, eins og stefnanda í máli því sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi starf sitt eða skyldur á umræddum öðrum stað, að kröfu vinnuveitanda, telst „vinnutími“,“ sagði í svari dómstólsins. Muni að óbreyttu leiða til kerfisbreytingar Íslenska ríkið vill ekki una þessari niðurstöðu Landsréttar og fór fram á áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar á þeim forsendum að niðurstaða í málinu sé fordæmisgefandi. Ríkið byggði á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Niðurstaða Landsréttar breyti áratugalangri framkvæmd við ákvörðun vinnutíma og muni að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar. Um fordæmisgefandi mál sé að ræða sem hafi almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og fyrir samfélagið í heild sinni. Þá telji ríkið vafa leika á því hvort dómur Landsréttar sé réttur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á hugtakinu vinnutími. Beiðnin var því samþykkt.
Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira