Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2023 07:01 Ari Freyr Skúlason spilaði sinn síðasta landsleik á móti Rúmeníu í Búkarest í nóvember 2021. Getty/Alex Nicodim Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Náðu ótrúlegum árangri saman og mynduðu dýrmætan vinskap „Enginn bjóst við þessu, ekki einu sinni ég þó mig hafi dreymt um þetta sem krakki, það sem við gerðum var alveg magnað. Vinskapurinn á milli okkar allra sem voru þarna lengst í þessu er ómetanlegur. Maður hefur átt skemmtileg tímabil í hinum og þessum liðum en það er ekkert sem toppar þetta ævintýri“ sagði Ari Freyr um tíma sinn með landsliðinu, hann fer í sögubækurnar sem 10. leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 83 A-landsleiki að baki, auk þess spilaði hann 25 leiki fyrir yngri landsliðin. Ari var hluti af gullaldarkynslóð íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst tvívegis á stórmót, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi. Hann hefur hins vegar ekki gefið kost á sér í landsliðsverkefni síðastliðin tvö ár. Allt í bulli undir lokin með landsliðinu „Þegar Arnar [er með liðið] allavega síðasta árið mitt þarna, það var allt í bulli, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið það var í bulli. Maður veit aldrei hvað gerist bakvið tjöldin en þetta var rosalega erfitt, fyrir alla aðila sem voru að vinna í þessu, fyrir okkur sem vorum að spila og þjálfarann sem átti að höndla þetta“ sagði Ari um endalok sín með íslenska landsliðinu. Eins og alþjóð veit gekk liðið í gegnum erfiða tíma, viðkvæm mál komu ítrekað upp utan vallar, árangur liðsins innan vallar var afar slæmur og mikil óánægja myndaðist. Þjálfaraskipti áttu sér stað síðastliðið vor og almenningsálit á landsliðinu hefur hækkað í kjölfarið. Ari segist horfa fram á bjartari tíma og vonar að Ísland geti aftur gert sér ferð á stórmót. Þokast í rétta átt „Maður sér það núna, leikmenn að koma inn sem eru að spila í sínum liðum, ofboðslega duglegir og flottir einstaklingar. Ungir og efnilegir með reynslubolta við hlið sér, við erum á leiðinni í rétta átt og ég vona innilega að við komumst aftur á stórmót því það er svo geggjað. Bæði fyrir okkur leikmenn og þjóðina að upplifa svona aftur.“ En ef svo færi að Ísland kæmist aftur á stórmót, yrði Ari meðal áhorfenda í stúkunni? „Klárlega, ég yrði mættur að sníkja miða frá einhverjum sem ég þekki“ sagði Ari léttur að lokum og brosti út í annað. Viðtalið allt við Ara Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn