„Við vorum að heilluð af þessu fallega blómi sem er sannkölluð drottning blómanna. Það sem er spennandi við rósina að hún er ekki bara falleg, en líka smá hættuleg með öllum sínum þyrnum.“

Línan er sannkölluð hátíðarlína, hún inniheldur mikið af flaueli, glansandi efnum, pallíettum og skemmtilegum sniðum sem eru glæsileg fyrir partý tímabilið sem er að hefjast.
Flíkur sem henta öllum kynjum
„Okkur er mikið í mun að gera fjölbreytt snið sem henta breiðum hópi kvenna svo flestar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Einnig er gaman að minnast á það að mikið af flíkunum okkar eru unisex. Prentaðar skyrtur, oversized jakkaföt og klassískar prjónaflíkur sem henta öllum kynjum.
Prentin í flíkunum hönnum við en þau eru flest unnin út frá teikningum eftir mig eða hafa að geyma hluti sem tengjast innblæstrinum og þema línunnar.
Við tókum myndir af línunni með frábærum hópi fólks í Þjóðleikhúsinu. Saga Sig ljósmyndari tók myndirnar, Ísak Freyr farðaði fyrirsæturnar en Anna Claussen sá um stíliseringu.“
Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta en fyrirsæturnar eru þau Vaka Agnarsdóttir söngkona Inspector Spacetime, Birnir Ingason fótboltastjarna í Víking , Eydís Barke , Dóra Lilja og Rósa Bóasdóttir flugfreyja.







