Innlent

Með tvo lítra af am­feta­mín­basa í far­angrinum

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn játaði brot sín skýlaust.
Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt tvö kíló af amfetamínbasa til landsins með flugi.

Maðurinn, Tomasz Lukasz Raepke, var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa 25. ágúst 2023 staðið að innflutningi á samtals 2.030 millilítra af amfetamínbasa, með 46 til 59 prósenta styrkleika, með flugi til Keflavíkurflugvallar. Ekki er tekið fram hvaðan vélin kom til landsins.

Maðurinn var með efnin falin í farangurstösku og sagði í ákæru að þau hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi.

Hann játaði brot sín skýlaust, en sakavottorð lá ekki frammi í málinu og voru engin gögn um að maðurinn hafi áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.

Ennfremur segir að af rannsóknargögnum málsins væri séð að maðurinn hafi verið eigandi efnisins eða skipuleggjandi innflutningsins. Hann hafi samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. 

Mat dómari sem svo að hæfileg refsing væri tveggja ára fangelsi, en til frádráttar kemur tími sem hann sat í gæsluvarðhaldi eftir handtöku við komuna til landsins.

Auk þess að vera dæmdur í tveggja ára fangelsi var honum gert að greiða 1,1 milljón króna þóknun til skipaðs verjanda í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×