Fjórðungur umsækjenda um iðnnám fær synjun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 08:20 Iðnaðarmenn hafa þungar áhyggjur af því hve fáir hafa skráð sig í iðnnám síðustu ár. Vísir/vilhelm Af þeim 2.460 sem sóttu um að komast í iðnnám í haust var 556 hafnað. Samtök iðnaðarins segja nauðsynlegt að fjölga plássum en það hafi ekki gerst þrátt fyrir aukna aðsókn. Frá þessu greinir Morgunblaðið. „Undanfarin ár hefur um 600-1.000 nemendum verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn vegna þess að iðnnámsskólarnir hafa ekki getað tekið við nema hluta nemenda. Samhliða aukinni aðsókn í námið hefur hlutfall þeirra sem er hafnað aukist. Það hefur ekki tekist að fylgja auknum áhuga og aðsókn með nægjanlegur framboði af nemaplássum. Að mati SI er þetta mjög slæm þróun þar sem á sama tíma og verulegur skortur er á fagmenntuðu vinnuafli komast færri að í iðnnám en vilja,“ segir í greiningu Samtaka iðnaðarins, sem fjallað verður um á mannvirkjaþingi SI í dag. Í greiningunni segir að metfjöldi, 2.940 einstaklingar, hafi útskrifast úr iðnnámi á síðustu þremur skólaárum. Brautskráðum hafi fjölgað um 70 prósent síðustu fimm ár. Enn sé þó skortur á iðnmenntuðu starfsfólki og meðalaldur í sumum greinum hár. Í greiningunni segir að tryggja þurfi verk- og starfsmenntaskólum fjármagn og auka áherslu á iðnám um allt land. Þá mætti skoða möguleika á borð við kvöldnám til að koma til móts við fólk á öllum aldri. „Fólk sækir í það nám sem er í boði í sinni heimabyggð. Skólar gætu nýtt fyrirtæki meira í kennslu þar sem þau eru í flestum tilvikum miklu betur tækjum búin en skólarnir sjálfir. Einnig mætti huga að auknu samstarfi milli skóla og tækifæri til að innleiða nýja menntatækni og nýta fjarkennslu eða dreifnám til að gera nemendum kleift að stunda nám í heimabyggð.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. „Undanfarin ár hefur um 600-1.000 nemendum verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn vegna þess að iðnnámsskólarnir hafa ekki getað tekið við nema hluta nemenda. Samhliða aukinni aðsókn í námið hefur hlutfall þeirra sem er hafnað aukist. Það hefur ekki tekist að fylgja auknum áhuga og aðsókn með nægjanlegur framboði af nemaplássum. Að mati SI er þetta mjög slæm þróun þar sem á sama tíma og verulegur skortur er á fagmenntuðu vinnuafli komast færri að í iðnnám en vilja,“ segir í greiningu Samtaka iðnaðarins, sem fjallað verður um á mannvirkjaþingi SI í dag. Í greiningunni segir að metfjöldi, 2.940 einstaklingar, hafi útskrifast úr iðnnámi á síðustu þremur skólaárum. Brautskráðum hafi fjölgað um 70 prósent síðustu fimm ár. Enn sé þó skortur á iðnmenntuðu starfsfólki og meðalaldur í sumum greinum hár. Í greiningunni segir að tryggja þurfi verk- og starfsmenntaskólum fjármagn og auka áherslu á iðnám um allt land. Þá mætti skoða möguleika á borð við kvöldnám til að koma til móts við fólk á öllum aldri. „Fólk sækir í það nám sem er í boði í sinni heimabyggð. Skólar gætu nýtt fyrirtæki meira í kennslu þar sem þau eru í flestum tilvikum miklu betur tækjum búin en skólarnir sjálfir. Einnig mætti huga að auknu samstarfi milli skóla og tækifæri til að innleiða nýja menntatækni og nýta fjarkennslu eða dreifnám til að gera nemendum kleift að stunda nám í heimabyggð.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira